is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3036

Titill: 
  • Tengsl undanlátssemi og rómantískrar tengslamyndunar á fullorðinsárum hjá háskólastúdentum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sambandið á milli mismunandi tegunda rómantískrar tengslamyndunar og undanlátssemi. Kvíðakennd og forðandi tengslamyndun var skoðuð ásamt fjórum tegundum tengslamyndunar samkvæmt Bartholomew sem eru traust, eignandi, fráhrindandi og óttabundin. Einnig var athugað hvort þunglyndi, kvíði eða lágt sjálfsmat hefðu áhrif á þessi tengsl. Sambærileg rannsókn var gerð árið 2008 á þunguðum konum en annars hefur undanlátssemi lítið verið rannsökuð í tengslum við rómantíska tengslamyndun. Nú voru 305 háskólanemar valdir af handahófi til að svara sjálfsmatskvörðunum MMARA um náin sambönd, GCS um undanlátssemi, DASS um líðan og RSES um sjálfsmat. Settar voru fram tvær tilgátur í þessari rannsókn. Fyrri tilgátan var sú að neikvæð tengslamyndun (kvíðakennd og forðandi tengsl) hafi jákvæða fylgni við undanlátssemi. Seinni tilgátan var sú að af fjórum tengslamyndunum Bartholomew muni undanlátssemi vera mest hjá þeim sem mynda óttabundin tengsl og minnst hjá þeim sem mynda traust tengsl. Helstu niðurstöður voru þær að tengsl voru á milli kvíðakenndrar tengslamyndunar og undanlátssemi en ekki á milli forðandi tengslamyndunar og undanlátssemi. Þeir sem mynduðu óttabundin tengsl voru undanlátssamastir en það kom á óvart að þeir sem mynduðu fráhrindandi tengsl voru minnst undanlátssamir. Af neikvæðu tilfinningunum höfðu einungis þunglyndi og lágt sjálfsmat áhrif á sambandið á milli tengslamyndunar og undanlátssemi. Almennt benda niðurstöður því til að tengsl séu á milli neikvæðrar tengslamyndunar og undanlátssemi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skjal 1 pdf fixed.pdf291.25 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
skjal 2 pdf fixed.pdf91.06 kBOpinnViðauki 1PDFSkoða/Opna
skjal 3 pdf fixed.pdf134.93 kBOpinnViðauki 2, 3, 4, 5, 6PDFSkoða/Opna
skjal 4 pdf fixed.pdf197.26 kBOpinnViðauki 7PDFSkoða/Opna