Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30360
Bitcoin er rafeyrir sem fyrst var gefinn út árið 2009. Tilgangur með útgáfu bitcoin er að geta stundað ódýr viðskipti um allan heim án aðkomu banka eða ríkis. Grunnkeðjan sem er tæknin á bak við bitcoin gæti orðið algjör bylting í fjármálaheiminum en námugröftur bitcoin er mjög slæmur fyrir umhverfið því hann sóar allt of mikilli orku.
Aðalmunurinn á tilskipunarfé (e. fiat) og rafeyri er að á bak við tilskipunarfé eru lög og reglur sem ríkið setur og samþykkir það sem löglegan greiðslumiðil í landinu en rafeyrir er ekki með neitt á bak við sig sem gerir það merkilegt að það séu verðmæti í honum. Bitcoin virkar hins vegar ekki vel sem greiðslumiðill nú til dags, þar sem langan tíma tekur að greiða með bitcoin, millifærslur með bitcoin eru orðnar mjög kostnaðarsamar og sveiflur á bitcoin eru mjög miklar. En þrátt fyrir að bitcoin virki ekki sem gjaldmiðill er það nokkuð verðmætt.
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að verðlaus rafeyrir hækki allt í einu gífurlega mikið í verði þó svo að hann virki ekki vel sem gjaldmiðill eða sé að minnsta kosti ekki betri en gjaldmiðlar sem nú eru notaðir. Það sem gæti valdið þessum verðhækkunum á bitcoin er að fjárfestar hafi mikla trú á tækninni sem liggur á bak við bitcoin og séu þá að kaupa út af því, einnig getur það verið að fjárfestar séu að kaupa til þess að reyna að selja á hærra verði síðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvað skapar verðmæti bitcoin.pdf | 512,99 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 291,54 kB | Lokaður | Yfirlýsing |