is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30362

Titill: 
  • Starfsánægja framlínustarfsfólks: Tengsl starfsánægju við tæknibyltinguna í fjármálafyrirtækjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Hér heima og erlendis hefur lítið borið á umfjöllun og fræðslu um þátt stjórnenda í innleiðingu stórfelldra breytinga vegna tæknibyltingarinnar og áhrif hennar á stöðu mannauðsmála innan fjármálafyrirtækja. Tilgangur þessarar rannsóknar er að bæta úr því. Markmið hennar er að varpa ljósi á og fá skýrari sýn á hvernig má takast á við þá tækni- og sjálfvirknivæðingu sem hefur staðið yfir í þróun fjármálafyrirtækja á Íslandi og hvort sú væðing hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á starfsánægju starfsmanna. Greint er frá því hvernig tækni- og sjálfvirknivæðing hefur gjörbreytt stöðu fyrirtækja í samfélaginu og hvernig ólíkir þættir hafa áhrif á starfsánægju starfsmanna.
    Rannsókn var tvíþætt. Annars vegar var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hálf-opin viðtöl við þrjá stjórnendur, í tveimur helstu fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Hins vegar var spurningalisti rannsóknarinnar settur upp í vefforritinu Questionpro.com og lagður fyrir framlínustarfsmenn fyrirtækjanna. Rannsóknir stóðu yfir frá febrúar og fram í apríl 2018. Spurningalistinn náði til 25 einstaklinga. Viðmælendur og þátttakendur höfðu gengið í gegnum núverandi tæknibyltingu, sem hefur haft yfirgripsmikil áhrif á þróun fyrirtækisins og starfsánægju. Fræðilegur bakgrunnur er sóttur í skrif fræðimanna um þá tæknibyltingu sem á sér stað í samfélagi nútímans, breytingu á eðli starfa og starfsánægju. Við greiningu gagnanna komu fram nokkur þemu sem að endingu urðu framtíð starfa, þarfir viðskiptavinarins og hraði breytinga. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós aukna starfsánægju framlínustarfsmanna vegna tæknibyltingarinnar. Niðurstöður benda enn fremur til mismunandi hugmynda innan fjármálafyrirtækjanna varðandi það hvert hlutverk vinnuafls í stafrænu umhverfi verður í framtíðinni. Tæknin og stafrænar leiðir hafa orðið kveikjan að bæði umræðum og deilum og með þróun þeirra leiða bætast sífellt við nýjar félagslegar víddir fyrir mannfræðinga að rannsaka.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja.framlínustarfsmanna.Lokaskil.pdf3.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym2898_doc04434820180511164813.pdf288.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF