is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30367

Titill: 
 • Viðvarandi opin fósturslagrás hjá fyrirburum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Þrátt fyrir að vera mikið rannsakað og algengt fyrirbæri er viðvarandi opnin fósturslagrás (persistent ductus arteriosus) og meðferð við henni umdeild. Mikilvægi, þróun, afleiðingar og meðferð viðvarandi opinnar fósturslagrásar hefur ekki verið að rannsakað að fullu, skilgreiningar í kringum hugtakið eru ekki í föstum skorðum og því er mikill breytileiki í klínískum aðferðum eftir stofnunum.
  Fósturslagrásin er rás á milli lungaslagæðar og ósæðarinnar. Þessi tenging er nauðsynleg til þess að blóðið geti farið fram hjá lungunum á fósturskeiði þar sem engin loftskipti eiga sér stað.
  Hjá sumum minnstu fyrirburanna lokast fósturslagrásin seint og stundum ekki fyrr en eftir lyfjameðferð og jafnvel þarf í sumum tilvikum að loka æðinni með aðgerð. Viðvarandi opin fósturslagrás veldur auknu blóðflæði til lungna, sem leitt getur til hjartabilunar og að erfitt getur verið að ná barninu af öndunarvél. Einnig getur blóðflæði minnkað til annarra líffæra, sem eykur m.a. líkur á fyrirburaaugnsjúkdómi og sýkingu með drepi í þörmum. Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja þetta vandamál hjá minnstu fyrirburunum hér á landi, þ.e. tíðni viðvarandi opinnar fósturslagrásar miðað við meðgöngulengd, í hversu mörgum tilvikum æðin lokast án meðferðar, líkurnar á því að barnið svari lyfjameðferð þegar henni er beitt og hversu mörg börn þurfa að fara í aðgerð.
  Tilfelli og aðferðir: Þessi rannsókn er afturskyggn, lýsandi rannsókn sem nær yfir 10 ára tímabil (2007-2016) þar sem aflað var gagna úr sjúkraskrám barna og mæðraskrám. Kennitölur voru notaðar til að nálgast upplýsingar úr sjúkraskrám. Í rannsókninni voru skoðaðir 452 23-32 vikna fyrirburar sem fengu meðferð á Vökudeildinni á Landsspítalans.
  Niðurstöður: Það greindust 117 (25.8%) með opna fósturslagrás á 3. degi og var meðferð þeirra skoðuð sérstaklega. Fósturslagrásin lokaðist án meðferðar hjá 32 börnum (27.4%) en opnaðist aftur hjá 1 barni (3.1%), þar af 72 börn þurftu lyfjameðferð (61.5%) sem gekk hjá 53 börnum (73.6%) en opnaðist aftur hjá 10 þeirra (18.9%). Lyfjameðferð bar árangur hjá 43 (59.7%) en 24 börn þurftu skurðaðgerð (20.5%). Markverður munur var á árangri milli lyfja sem notuð voru til að loka fósturslagrás. Ekki var markverður munur árangri lyfjameðferðar efir því hvort hún hófst snemma eða seint.
  Ályktanir: Meðgöngulengd er helsti áhættuþáttur fyrir verri gangi fósturslagrásar; styttri meðganga eykur líkurnar á opinni fósturslagrás, að hún lokist ekki án meðferðar, að lyfjameðferð skili ekki árangri og þörf sé á skurðaðgerð. Það virðist vera í lagi að bíða með lyfjameðferð ef ástand barnsins leyfir en hugsanlega þarf að endurskoða verkferla varðandi ákvarðanatöku um skurðaðgerð á Barnaspítala Hringsins.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gisli_Gislason_Vidvarandi_opin_fosturslagras_hja_fyrirburim.pdf939.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Leyfi frá ÓB feb. 2018.pdf411.64 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Leyfi VSN feb. 2018.pdf117.36 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf291.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF