Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3037
Markmið verkefnisins var að kanna áhrif málma á stöðugleika alkalísks fosfatasa (AP) úr E. coli með því að framkvæma takmarkað próteinrof með trypsíni. Hluta af áður framkvæmdum tilraunum Bucevic-Popovic o.fl. var reynt að framkvæma aftur í verkefninu. Með því að fjarlægja nauðsynlega málma úr AP var hægt að kanna mismunandi klippingu trypsíns á AP með og án málma. Ensímsýnin voru greind með SDS rafdráttarhlaupi og MALDI-TOF massagreiningum ásamt því að virknimælingar voru gerðar á ensímunum. Niðurstöður úr massagreiningum voru bornar saman við fræðilegt massaniðurbrot samkvæmt Expasy vefsíðunni. Þannig var hægt að greina klippistaði við ákveðnar amínósýrur (með því að sjá peptíð) í AP úr E. coli sem voru viðkvæmari en aðrar gagnvart trypsíni þegar ensímið var annars vegar með og hins vegar án málma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AL2_fixed-1.pdf | 1,92 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |