is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30376

Titill: 
  • Húsbílar á Íslandi: Staða markaðarins og viðhorf almennings gagnvart honum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aukinn fjöldi ferðamanna til landsins hefur mikil áhrif á margar greinar innan ferðaþjónustunnar ásamt því að hafa áhrif á efnahaginn í heild. Þessi fjöldi ferðamanna hefur ýtt undir nýsköpun í greininni og hafa síðastliðinn ár komið fram á sjónarsviðið mikill fjöldi húsbílaleiga sem býður upp á öðruvísi ferðamáta um landið. Þessi ritgerð fjallar um húsbílaleigur á Íslandi, þróun þeirra og markaðinn í heild. Fyrri hluti ritgerðarinnar snýr að fræðilegri umfjöllun um markaðinn í heild sinni ásamt því að lýsingum á greiningartólum verður gerð góð skil. Unnar voru rannsóknir með eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð sem framkvæmdar voru með viðtali annars vegar og hinsvegar í formispurningakönnunarsem lögð var fyrir Íslendinga um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu á Íslandi, erlenda ferðamenn sem heimsækja landið og húsbíla og húsbílaleiga sem starfa hér á landi. Lögð var fram rannsóknarspurningin: ,,Hvert er viðhorf Íslendinga gagnvart húsbílaleigum á Íslandi í samanburði við ferðaþjónustu og erlenda ferðamenn?” Síðari hluti ritgerðarinnar fjallar um niðurstöður rannsóknarinnar og sýndi rannsóknin ásamt eiginlegum viðtölum fram á það að viðhorf gagnvart húsbílaleigum á Íslandi er frekar hlutlaust, en hefur þó sínar neikvæðu hliðar. Rauði þráðurinn í gegnum rannsóknina er sá að almennt er neikvætt viðhorf gagnvart erlendum ferðamönnum og ferðaþjónustu.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Friðrik Sigurjónsson - 1306902039.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Samþykkt skemma.pdf30.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF