is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30380

Titill: 
 • Virðisaukning íslensks sjávarútvegs: Betri nýting íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er virðisaukning í íslenskum sjávarútvegi, Hvaða áhrif kvótakerfið hefur haft á virðisaukningu, hvernig íslensk fyrirtæki hafa bætt stöðu sína innan virðiskeðjunnar og hvernig fyrirtæki færa sínar vörur ofar í virðispýramídann. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunum; Hvaða virðisaukning hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi? og Hvernig nýsköpun er að eiga sér stað hjá Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum?
  Íslenska kvótakerfið þykir vera meðal bestu fiskveiðistjórnunarkerfa í heimi og býr það til aðstæður fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að hafa langtíma skipulag. Brottkast er eitt af stærstu vandamálunum í kvótaveiði á takmarkaðri auðlind en með sveigjanleika í kerfinu er hægt að lágmarka það.
  Virðiskeðjan lýsir ferli íslensks sjávarfangs frá veiði, vinnslu, dreifingu, smásölu og neyslu. Fyrirtæki vilja gjarnan stjórna eins stórum hluta þessarar keðju og hægt er, til að hafa betri stjórn á afurðum sínum og meiri næmni á það hvað markaðurinn vill.
  Virðispýramidinn sýnir hvernig vörur í sjávarútvegi geta verið notaðar á mismunandi hátt og þannig fæst hærra verð fyrir hann. Sem dæmi má nefna að meiri fjármunir eru í því að vinna fiskroð í snyrtivörur en að nota það sem minkafóður.
  Mikil nýsköpun er að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi og áhugavert verður að sjá hvert það leiðir.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð Baldur Jónsson.pdf699.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni291.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF