is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30381

Titill: 
 • Félagsleg einangrun og einmanaleiki aldraðra: Hverjir eru helstu áhættuþættir félagslegrar einangrunar og einmanaleika aldraðra?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru hugtökin félagsleg einangrun og einmanaleiki útskýrð og skoðað hvaða áhættuþættir tengjast þeim. Markmið skrifanna er að auka við þekkingu á þessum hugtökum sem geta nýst þeim er starfa með öldruðum. Leitast verður við að svara rannsóknarspurningunum: Hverjir eru helstu áhrifaþættir félagslegrar einangrunar og einmanaleika aldraða? Hvaða úrræði eru í boði fyrir þennan hóp?
  Niðurstöður gefa til kynna að helstu áhrifaþættir séu: Heilsa, kyn, andlát maka, minnkandi félagsnet, öldrun og að búa einn, samgöngumál og búseta. Ýmis úrræði eru í boði fyrir þennan hóp og má þar nefna: Tómstundir og félagsstarf, heimsóknarvinir, heilsueflandi heimsóknir og sjálfboðastarf.
  Heilsufar er stór áhættuþáttur en það getur takmarkað getu einstaklinga til að taka þátt í félagsstarfi þannig að viðkomandi kjósi frekar að vera heima. Andlát maka er einnig áhættuþáttur sérstaklega hjá þeim hópi sem náði ekki að undirbúa sig undir andlát hans og voru mjög háðir maka sínum. Flestar rannsóknir sýna að einmanaleiki og félagsleg einangrun er meiri hjá eldra fólki sem hefur lifað lengur en fjölskyldumeðlimir og vinir og býr eitt.
  Til eru ýmis úrræði vegna félagslegrar einangrunar og einmanaleika eldra fólks. Má þar nefna dagdvöl sem hefur það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að því að aldraðir geti lengur búið í heimahúsi. Sjálfboðastarf er annað úrræði sem getur gefið öldruðum mikið en með sjálfboðastarfi gefst meðal annars tækifæri til að mynda tengsl, nýta frítíma sinn og leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið. Einnig hafa félagsráðgjafar mikilvægu hlutverki að gegna í að valdefla og veita félagslegan stuðning fyrir aldraða til að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_yfirfarinnnyjastnytt_pdf.pdf864.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg2.75 MBLokaðurYfirlýsingJPG