is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30382

Titill: 
  • „Gott stöff selur sig sjálft“: Helstu áskoranir tónlistarframleiðenda við að koma sér á framfæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um helstu áskoranir tónlistarframleiðenda við að koma sér á framfæri á nútímamarkaði. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklingar sem starfa í þessum geira, þau greind og túlkuð til að öðlast skilning á upplifun og reynslu viðmælenda. Viðmælendur rannsóknarinnar starfa allir sem tónlistarframleiðendur og voru því vel í stakk búnir að varpa ljósi á rannsóknarefnið. Tveir af þremur viðmælendum hafa starfað erlendis og hafa þeir tekist á við ýmsar áskoranir þegar kemur að því að koma sér á framfæri. Þeir eru ólíkir á sinn hátt en eiga þó margt sameiginlegt. Á markaði tónlistarframleiðenda ríkir mikil samkeppni og margar leiðir eru færar til að koma sér á framfæri. Einstaklingar í atvinnugreininni mæta miklum áskorunum þegar þeir ætla að koma sér áfram á markaði. Mikil óvissa fylgir því umhverfi sem tónlistarframleiðendur starfa í þar sem tekjustreymi er óstöðugt og oft á tíðum kostnaður hár. Vinnuumhverfi tónlistarframleiðenda er ófullnægjandi á margan hátt þegar kemur að samningagerð, lagalegum álitamálum, fjárhagslegri umgjörð og vernd í starfi. Umhverfi og öflugt tengslanet eru undirstaða velgengni í bland við gæði þeirrar vöru sem tónlistarframleiðendur selja. Mikilvægt er að finna leiðir til að skera sig úr í harðri samkeppni og þá geta gæði vörunnar skipt sköpum ef einstaklingur á að hafa atvinnu af greininni.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30382


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal BS RITGERÐ GKJ .pdf572.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_1.pdf148.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF