is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30383

Titill: 
  • Kennitölur í ársreikningum: Gæði upplýsinga í ársreikningum fyrirtækja í Kauphöllinni út frá sjónarhól hins almenna fjárfestis.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið með verkefni þessu er að greina gildi upplýsinga sem fá má með lestri og greiningu ársreikninga fyrirtækja sem birta upplýsingar í Kauphöll Íslands og geta nýst hinum almenna fjárfesti við ákvörðunartöku. Fyrir hvert reikningsár ber flestum fyrirtækjum og stofnunum skylda að semja ársreikning í samræmi við ákvæði ársreikningalaga, reglugerðir og settar reikningsskilareglur og skal reikningurinn gefa glögga mynd af afkomu, efnahag og breytingu á handbæru fé á því tímabili sem hann á við. Ríkari kröfur eru gerðar til fyrirtækja sem eru með verðbréf sín skráð á skipulegum verðbréfamarkaði. Þær er m.a. að finna í lögum um verðbréfaviðskipti og miða að því að tryggja mögulegum fjárfestum skýrar og sanngjarnar upplýsingar þannig að þeir geti tekið upplýsta fjárfestingarákvörðun. Helstu kaflar ársreiknings eru rekstrarreikningur, efnahagur og sjóðsstreymi ásamt skýringum og skýrslu stjórnar. Helstu flokkar kennitalna sem nýtast við greiningu á rekstri og framtíðarhorfum fyrirtækja út frá upplýsingum í ársreikningum eru arðsemiskennitölur, greiðsluhæfiskennitölur og kennitölur um markaðsvirði. Ársreikningar eru því mikilvæg heimild fyrir fjárfesta, stjórnendur og aðra sem hafa hagsmuni af rekstri fyrirtækja.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að vel fram settur ársreikningur og ekki síst góður skýringarkafli sem greinir frá mikilvægum kennitölum nýtist fjárfestum við að taka vel upplýsta fjárfestingarákvörðun. Greining á ársreikningum tveggja fyrirtækja sem eru með verðbréf sín á íslenskum verðbréfamarkaði leiðir þó í ljós að upplýsingagjöfin er afar mismunandi. Þrátt fyrir að reikna megi út hinar ýmsar kennitölur með því að reikna út hlutföll niðurstaðna reikningsskilanna leiðir þessi ólíka upplýsingagjöf hugann að því hvort gera ætti enn ríkari kröfur til fyrirtækja í Kauphöll Íslands um birtingu upplýsinga í gegnum kennitölur. Slík upplýsingagjöf gæti nýst hinum almenna fjármagnseiganda sem hyggur á fjárfestingar en býr ekki yfir þekkingu til þess að rýna nægilega djúpt í reikningsskilin til þess að reikna út kennitölur um frammistöðu fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-14.5.2018 Jóel Pétursson.pdf835.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
[Untitled].pdf293.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF