is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30387

Titill: 
 • Samræmi skráðra og raunverulegra dánarorsaka á Landspítala 2016
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Reglugerðir og áherslur heilbrigðiskerfa þurfa að byggja á áreiðanlegum gögnum sem endurspegla núverandi vandamál. Gögn sem fást úr dánarvottorðum eru mikið notuð í þessum tilgangi og því er mikilvægt að þær skráningar séu nákvæmar. Skráningar dánarmeina eru einnig lykilþáttur í kortlagningu lýðheilsu þjóða og hefur áhrif á framkvæmd og áreiðanleika margra rannsókna. Upplýsingar úr dánarvottorðum um undirliggjandi þætti sem leiddu til dauða á Íslandi eru teknar saman í skrá sem heitir Dánarmeinaskrá Íslands. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að þekja dánarmeinaskráningar Íslands sé í hæsta flokki gæða í alþjóðlegum samanburði. Áreiðanleiki dánarvottorðana, sem send hafa verið til úrvinnslu, hefur þó ekki verið rannsakaður áður á Íslandi með þeim hætti að miða við sjúkraskrár líkt og í nágrannalöndum. Markmið rannsóknarinnar var að bæta úr því.
  Efni og aðferðir: Framkvæmd var aftursýn athugunarrannsókn á öllum sem létust í oddatölumánuðum 2016 á Landspítalasjúkrahúsi, alls 348 manns. Takmörkun var sett við 18 ára aldur við andlát. Greiningar dánarmeina voru fengnar úr sjúkraskrám í Sögukerfinu, þær upplýsingar voru skráðar í mót, sambærilegt raunverulegum dánarvottorðum. Þetta var gert eftir leiðbeiningum frá Embætti Landlæknis og með námsefni 6. árs læknanema, í réttarmeinafræði, til hliðsjónar. Vafamál voru yfirfarin af leiðbeinendum. Mótið var keyrt saman við gagnagrunn Landlæknis, gögn um skráningu lækna á dánarvottorðin og gögn úr dánarmeinaskrá um undirliggjandi orsök andláts. Upplýsingarnar voru fengnar tilbaka með einkvæmum rannsóknarnúmerum. Ef mikið ósamræmi kom i ljós í tilfellum var aftur farið í sjúkraskrár með leiðbeinendum til þess að tryggja að ósamræmið væri á rökum reist.
  Niðurstöður: Yfir heildina litið var 18.7% ósamræmi í skráningum. Til þess að aðgreina misræmi eftir eðli voru dánarorsökin síðan skipt í 18 hópa og ósamræmið athugað milli hópa. Það var þá annars vegar nákvæmnisósamræmi þar misræmið var þess eðlis að báðar dánarorsakirnar voru þó í sama yfirflokki (dæmi: hjartastopp – brátt hjartavöðvafleygdrep) og hins vegar ósamræmi af öðrum toga sem olli því að dánarorsakirnar voru í tveimur mismunandi greiningarflokkum (hjartastopp- Alzheimers). Hóparnir voru annarsvegar valdir eftir ICD kóðunaryfirflokkum, módeli frá öðrum samsvarandi rannsóknum og eðli einstakra sjúkdóma að vera sér í flokk. Ósamræmið milli hópanna var 12.9%. Því voru nákvæmnisósamræmi í minni hluta þess misræmis sem kom í ljós. Nákvæmnisósamræmi var mismikið milli hópa, allt frá því að vera lítið í flokki krabbameina (7% misræmi) til mikils misræmis í minni flokkunum (sýkingar 47% og fylgikvillar læknisfræðimeðferðar 70% misræmi). Marktækur munur var á milli aldurshópa. Mesta ósamræmi var í elsta aldurshópnum, 90-99 ára en það var 37.5% ósamræmi í þeim hópi. Minnsta ósamræmi var í aldurshópnum 60-69 ára en þar var að meðaltali 11.67%.
  Umræður: Niðurstöður benda til þess að áreiðanleiki dánarvottorða sé svipaður og í nágrannaþjóðum, miðað við þessa aðferðafræði. Þó var meirihluti skráðra misræma þess eðlis að þau fóru milli flokka. Miðað við erlendar rannsóknir mætti einnig vænta meira misræmis skráðra dánarvottorða utan spítala. Nauðsynlegt væri að athuga áreiðanleika dánarvottorða utan LSH til þess að meta áreiðanleika dánarvottorða á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
32293547_1647815368669937_7160804664005361664_n.jpg825.19 kBLokaðurYfirlýsingJPG
fjola.osk.þorarinsdottir_samræmi.skradra.og.raunverulegra.danarorsaka.pdf964.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna