is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30389

Titill: 
  • Kennitöluflakk. Af hverju er það ekki stöðvað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kennitöluflakk er skipulögð aðgerð forsvarsmanna félaga, með takmarkaða ábyrgð, sem taka verðmæti úr starfandi félagi og færa yfir á nýtt félag. Skuldir og skuldbindingar eru skildar eftir í eldra félaginu með þeim afleiðingum að það fer í þrot. Af þessari háttsemi skapast mikið samfélagslegt tjón.
    Í fræðiritgerð þessari er fjallað um kennitöluflakk og þann samfélagslega skaða sem skapast af því. Leitað er svara við spurningunni: Af hverju er kennitöluflakk ekki stöðvað? Við greiningu er rýnt í frumvörp og sett lög á Alþingi, opinber gögn og umræður sem hafa það markmið að vinna gegn kennitöluflakki. Skilgreiningar á kennitöluflakki eru bornar saman og kannað er hvort efnisþættir innan þeirra séu þeir sömu. Tillögur hagsmunaaðila til að sporna gegn kennitöluflakki eru bornar saman við vilja löggjafans og greint hvort einhver áherslumunur sé þar á.
    Í ljós kemur að skilgreiningar kennitöluflakks taka á sömu meginþáttunum. Þegar tillögur hagsmunaaðila eru skoðaðar kemur í ljós að þeir berjast almennt fyrir strangari löggjöf gegn kennitöluflakki á meðan löggjafinn stendur fyrir vægari löggjöf. Svarið við rannsóknarspurningunni er því tengt vilja löggjafans. Hann vill gæta meðalhófs í ákvörðunum sínum þar sem engin lagaleg skilgreining er til um kennitöluflakk. Þá vill hann hafa lagarammann á þann hátt að hann hafi ekki áhrif á lögmæta og arðvænlega atvinnustarfsemi. Gæta verði að þörfum nýsköpunarfyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð kennitöluflakk.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Guðrún.pdf1.84 MBLokaðurYfirlýsingPDF