is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30392

Titill: 
 • Íslenskur vinnumarkaður í kjölfar efnahagshruns: Áhrif á þjónustugreinar
 • Titill er á ensku Icelandic labor market following an economic collapse: Impact on service sectors
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu rannsóknarverkefni verður greint frá þróun vinnumarkaðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
  Helstu breytingar sem orðið hafa á íslenskum vinnumarkaði frá hruni eru þær að mikið framboð starfa hefur skapast í ferðaþjónustugreinum á meðan störfum við fjármálaþjónustu hefur fækkað. Kerfislægar breytingar hafa átt sér stað í heilbrigðisþjónustunni sem hefur orðið til þess a hjúkrunarstörfum hefur fjölgað en skortur myndast í störfum sérhæfðra lækna. Virði háskólamenntunar hefur dregist saman hvað varðar tekjur samanborið við aðra menntahópa vegna aukins framboðs af störfum fyrir minna menntaða hópa. Konum með háskólamenntun hefur fjölgað frá hruni ásamt því að þær sækja í auknum mæli í sérhæfð störf. Launamunur
  kynjanna hefur þá minnkað og valdið því að meiri stöðugleiki hefur náðst milli kynja á
  vinnumarkaði.
  Atvinnuleysi jókst gífurlega á árunum eftir hrun en hefur svo minnkað jafnt og þétt og
  er í dag atvinnuleysi álíka lítið og það var á árunum fyrir hrun. Þá mátti sjá að háskólamenntaðir
  einstaklingar héldust frekar í starfi heldur en grunn- starfs- og framhaldsmenntaðir þegar
  atvinnuleysið jókst og því var virði háskólamenntunar meira þegar hrunið var að ganga yfir
  vinnumarkaðinn.
  Ferðaþjónusta hefur orðið helsti burðarstólpur vinnumarkaðarins og hefur fjölgun
  ferðamanna til landsins orðið þess valdandi að stöðugleiki hefur náð að myndast á Íslandi hvað
  varðar efnahagsástand vinnumarkaðar frá hruni.
  Rannsóknin er byggð á tölfræðilegum upplýsingum og gögnum frá Hagstofu Íslands og
  Vinnumálastofnun ásamt svo öðrum rannsóknum er birtar hafa verið á netinu.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emil Stefánsson - BS-ritgerð - Viðskiptafræðideild.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
anonym2853_doc04436220180514133728.pdf306.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF