is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30393

Titill: 
 • Ábyrgar fjárfestingar hjá íslenskum stofnanafjárfestum. Staða, hvatar og hindranir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ábyrgar fjárfestingar gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við innleiðingu á áherslum um samfélagsábyrgð og sjálfbæra þróun. Rannsókn þessi tekur til íslenskra stofnanafjárfesta, það er lífeyrissjóða, banka og vátryggingafélaga. Send var út spurningakönnun í tölvupósti til stjórnarmeðlima, stjórnenda og starfsmanna eignastýringa þessara félaga og/eða sjóða.
  Settar voru fram fimm tilgátur sem tengdust fræðilegri umræðu. Þær voru notaðar til að kanna hver staða ábyrgra fjárfestinga væri á Íslandi. Marktækni var í þremur tilgátum. Konur höfðu örlítið jákvæðara viðhorf til ábyrgra fjárfestinga en karlar, munurinn var þó ekki mikill. Jákvæð fylgni var á milli ímyndar- og orðsporsáhættu og áherslna í ábyrgum fjárfestingum. Þessar niðurstöður ríma vel við erlenda og íslenska fræðilega umræðu um ímynd og tengsl orðspors við ábyrgar fjárfestingar. Þriðja marktæka tilgátan var að bankar og vátryggingafélög telja frekar en lífeyrissjóðir að kröfur um skammtímaárangur (svo sem ársfjórðungsuppgjör) virki hamlandi á ábyrgar fjárfestingar.
  Af þeim ellefu hvötum sem spurt var út í hvort hugsanlega hefðu styðjandi áhrif á ábyrgar fjárfestingar reyndust eftirfarandi þættir hafa mest áhrif: gagnkvæmur ávinningur allra hagaðila, bætt ímynd sjóðs/félags sem hlýst af ábyrgum fjárfestingum, eigin sýn fjárfesta og krafa sjóðsfélaga. Af þeim átta hindrunum sem spurt var hvort hefðu hugsanleg hamlandi áhrif á ábyrgar fjárfestingar reyndust eftirtaldar hafa mest hamlandi áhrif: kröfur um skammtímaárangur, skortur á gegnsæi og tólum til að meta samfélagsábyrgð, auk skorts á þekkingu til að meta ábyrgar fjárfestingar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að íslenskir stofnanafjárfestar hafa jákvætt viðhorf til ábyrgra fjárfestinga og er farið að huga að ábyrgum fjárfestingum í stefnumörkun þeirra. Svo virðist þó sem tækifæri sé til að auka þekkingu á málefninu enn betur og unnt sé að nýta mun betur tól og aðferðir til þess, auk þess sem fleiri virðast geta nýtt sér alþjóðleg samtök sem styðja við ábyrgar fjárfestingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Responsible investments play an important role in supporting the implementation of corporate social responsibility and sustainable development. This study covers Icelandic institutional investors, i.e. pension funds, banks and insurance companies. A questionnaire was sent by e-mail to board members, managers and asset management employees at these companies/funds.
  Five hypotheses were put forward related to the theoretical part. The hypotheses were used to investigate the status of responsible investments in Iceland. Statistical significance was found in three of the hypotheses put forward. Women had a slightly more positive attitude towards responsible investment than men did, but the difference was very small. There was a positive correlation between the risk of image and reputation and the focus on responsible investments.
  These findings are in line with foreign and Icelandic theoretical discussions regarding the relationship between image and reputation with responsible investments. The third significant hypothesis was that banks and insurance companies rather than pension funds consider short-term performance requirements (such as quarterly results) to hamper responsible investments.
  Out of the eleven potential motivating factors affecting the possible impact on responsible investments, the following factors had the most effect; mutual benefits of all stakeholders, improved image of a fund/company derived from responsible investments, investors own vision and the request of fund members. Of the eight potential obstacles that could have detrimental impact on responsible investment, these were found to have the most inhibitory effects; short-term performance requirements, lack of transparency and tools for assessing social responsibility, as well as lack of knowledge to assess responsible investments.
  The results of the study show that Icelandic institutional investors have a positive attitude towards responsible investments and are considering responsible investments in their strategies. However, there seems to be an opportunity to increase knowledge of the issue better, and there is a possibility to utilize tools and methods much more, additionally it seems that more investors could work with international organizations that support responsible investments.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábyrgar fjárfestingar hjá íslenskum stofnanafjárfestum. Staða, hvatar og hindranir_ Lokaskjal.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Hildur Sif Arnardóttir.pdf303.99 kBLokaðurPDF