en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30397

Title: 
 • Title is in Icelandic Þróun fasteigna- og leiguverðs eftir svæðum á höfuðborgarsvæðinu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mikil verðhækkun hefur verið á húsnæðismarkaðnum, bæði á fasteigna- og leiguhúsnæði. Þessi hækkun stafar fyrst og fremst af skorti á húsnæði þar sem framboð svarar ekki eftirspurn. Hækkanir hafa verið vel fram yfir launahækkanir sem leiðir til þess að margir festast lengur en áætlað var á leigumarkaðnum. Í þessari ritgerð var skoðað fasteigna- og leiguverð eftir svæðum innan höfuðborgarsvæðisins, en einnig í Reykjanesbæ, á Akranesi og Hveragerði. Tímabilið sem horft var til eru árin 2014-2017 og einnig var skoðuð framtíðarspá. Rannsóknarspurningin sem ég leitast við að svara er hvort hlutfallslegar verðhækkanir séu breytilegar eftir landssvæðum.
  Mikið hefur verið skrifað um fasteigna- og leigumarkaðinn og hefur Þjóðskrá Íslands haldið utan um fasteignaverð og samninga ásamt þinglýstum leigusamningum. Höfundur þessara ritgerðar gerði könnun sem lögð var fyrir á Facebook síðunni Leiga. Kannað var meðal annars ánægja á leigumarkaði, hvort leigusamningar hjá þátttakendum væri uppgefnir og hvort þátttakendur hefðu í hyggju að kaupa sér eign á næstu árum. Í framhaldi ræddi höfundur við Ara Skúlason hagfræðing hjá Landsbankanum, Maríu Ingvarsdóttur leigumiðil og Svein Ragnarsson byggingartæknifræðing.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikil hækkun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og halda þessi svæði sig við ákveðna sveiflu. Mesta verðhækkun á fjölbýlum á árunum 2014-2017 var á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ. Á sérbýlum var mesta hækkunin í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og í Úlfarsárdal. Minnst hækkun var í Reykjavík á svæðum 1 og 2. Í heildina var hlutfallslega mesta hækkun á sérbýli og fjölbýli í Keflavík, Njarðvík og á Flugvallarsvæðinu. Leiguverð hélt sér sæmilega í takt við fasteignaverð en leiguverð hækkaði mest á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ en minnsta hækkunin var í Kópavogi. Líkt og með fasteignaverð hefur leiguverð frá árinu 2014 í samanburði við 2017 hækkað mest í Keflavík, Njarðvík og á Flugvallarsvæðinu. Út frá spám verður hækkun á bæði fasteigna- og leiguverði næstu árin, en hlutfallsleg hækkun fer minnkandi á milli ára.

Accepted: 
 • May 14, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30397


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
r_un_fasteigna-_og_leiguver_s_eftir_sv_um_h_fu_borgarsv_inu.pdf1.6 MBOpenPDFView/Open
1629_001.pdf37.92 kBLockedPDF