is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/304

Titill: 
  • Litlu manneskjurnar í leikskólanum : um yngstu börnin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunum Hvernig er hægt að skipuleggja starf á yngstu deildum leikskóla, með tilliti til þarfa barna fyrir nærveru og þarfa þeirra til að takast á við hið ókunnuga í gegnum leik?
    Samkvæmt rannsóknum sem fjallað er um skiptir miklu að barnið búi við tilfinningalegt öryggi í æsku. Því er einkar mikilvægt að leikskólinn sé vel í stakk búinn að taka á móti börnunum þegar þau byrja á unga aldri og sýnt er fram á mikilvægi þess að einn leikskólakennari, lykilpersóna, beri ábyrgð á aðlögunarferlinu. Einnig komið inn á þætti sem snerta góða umönnun í öllu leikskólastarfinu, grein gerð fyrir mikilvægi þess að mynda náin tengsl og traust milli barnanna og leikskólakennarans. Þá er sýnt fram á að umönnun þarf að vera til staðar í öllum þáttum dagskipulagsins.
    Börn læra í gegnum leik. Því ætti leikurinn að vera fjölbreytilegur því í gegnum leikinn eru börn oft að vinna úr reynslu sinni. Könnunarleikurinn er sérstaklega skoðaður og honum lýst en þessi leikaðferð er nýbreytni á Íslandi. Fjallað er um þróunarverkefni um könnunarleikinn sem sjö leikskólar í Reykjavík tóku þátt í. Gerð er grein fyrir viðhorfskönnun sem ég lagði fyrir í fjórum af þeim leikskólum sem tóku þátt í þróunarverkefninu og fjallað um niðurstöður hennar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að leikskólakennararnir töldu könnunarleikinn henta vel börnum á aldrinum eins til þriggja ára.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
litlumanneskjurnar.pdf307.55 kBOpinnLitlu manneskjurnar í leikskólanum - heildPDFSkoða/Opna