is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30401

Titill: 
 • Árangursríkur verkefnastjóri
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarverkefnis er að varpa ljósi á hvaða færni og þekkingu árangursríkur verkefnastjóri býr yfir. Starfsheitið verkefnastjóri er vinsælt um þessar mundir og virðist vera hengt á hin ýmsu störf óháð skilyrðum um að stýra verkefni frá upphafi til enda. Því var lagt upp með að fara í þá vegferð að rannsaka hvaða hæfniþættir væru vænlegir til árangurs í starfi verkefnastjóra.
  Rannsóknarspurningar eru:
  ➢ Hvaða eiginleikar einkenna færan verkefnastjóra og hvaða þekkingu þarf hann að búa að?
  ➢ Hvað telja stjórnendur að einkenni árangursrík verkefni?
  ➢ Segir alþjóðleg IPMA vottun til um færni og þekkingu verkefnastjóra?
  Rannsóknin byggir á eigindlegum og megindlegum aðferðum til að svara rannsóknarspurningum þremur. Átta viðtöl voru tekin við yfirverkefnastjóra og mannauðsstjóra hjá sex fyrirtækjum og lögð var spurningakönnun fyrir verkefnastjóra þátttökufyrirtækjanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hvaða færni og þekkingu árangursríkur verkefnastjóri þarf að búa að og lagt var upp með að styðja rannsóknina með vísan í erlendar rannsóknir. Niðurstöður gáfu til kynna að mannleg samskipti, skipulagshæfni, leiðtogafærni og tæknileg þekking einkenni árangursríkan verkefnastjóra. Einnig kom fram að viðmælendur voru almennt sammála um að IPMA vottun gæfi góða mynd af færni og þekkingu verkefnastjóra.
  Í framhaldi af rannsókninni leggur rannsakandi til að verkefnastjórar fari á atferlisnámskeið þar sem stutt er við þá í mannlega þættinum sem leiðir til meiri árangurs í starfi og í framhaldinu til árangursríkra verkefna.

Samþykkt: 
 • 14.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eydís Eyland-nytt.pdf1.91 MBLokaður til...08.10.2024HeildartextiPDF
eydís eyland.pdf22.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 5 ár.