is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30402

Titill: 
  • Starfsmannastefna ekki er bara plakat uppi á vegg! Hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra og millistjórnenda við mótun og framkvæmd starfsmannastefnu
  • Titill er á ensku Human resource policy is not just a poster to hang on the wall! Roles and responsibilities of human resource managers and middle managers in forming and implementing a human resource policy
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru hlutverk og ábyrgð mannauðsstjóra annars vegar og millistjórnenda hins vegar skoðuð út frá aðkomu þeirra að mótun starfsmannastefnu og áskorunum við framkvæmd hennar. Einnig hvernig samstarfi þeirra er háttað og hvaða stuðning þeir álíti að millistjórnendur þurfi einna helst á að halda til að geta farsællega framkvæmt stefnu starfsmannamála. Hér verður vísað í millistjórnendur sem þann stjórnendahóp sem stýrir rekstri starfseininga samhliða því að bera ábyrgð á stjórnun mannauðs. Í þessu skyni var framkvæmd eiginleg tilviksrannsókn. Tekin voru viðtöl við þrjá mannauðsstjóra og fjóra millistjórnendur hjá stórfyrirtækjum á suðvestur horni landsins í þeim tilgangi að öðlast skilning á upplifun þeirra á viðfangsefninu.
    Markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif þessara ofangreindu þátta þar sem algengt hefur verð að þeir aðilar sem hvað síst koma að stefnumótun innan fyrirtækja séu þeir sem fara með framkvæmdarhlutverkið, það er millistjórnendur. Niðurstöðurnar gefa til kynna að millistjórnendur vilja hafa áhrif á mótun stefnu starfsmannamála en algengara er að þeir taki við fullmótaðri stefnu sem þeim beri að framkvæma og aðkoma þeirra að stefnumótun er lítil sem engin. Þá gefa niðurstöður vísbendingu um að starf millistjórnandans sé umfangsmikið og starfsmannamálin vegi þyngst í starfi þeirra. Fram kom að mannauðsstjórar töldu nauðsynlegt að efla sjálfstæði millistjórnenda til að fást betur við stjórnun mannauðs. Helstu áskoranir millistjórnenda við framkvæmd starfsmannastefnu voru meðal annars óskýrir verkferlar, hraði og tímaleysi til að sinna starfsmannastjórnun sem skildi. Niðurstöður gefa vísbendingu um að þegar það á að kynna eitthvað nýtt fyrir millistjórnendum, eins og til dæmis breytingar, nýjar áherslur og annað sem við kemur stjórnun mannauðs, að þá er vænlegra til árangurs að hafa þá með í ráðum áður en kemur að framkvæmd til að stefna festi sig fyrr í sessi. Þannig getur mannauðsstjóri betur stuðlað að skilvirkri framkvæmd starfsmannastefnu meðal millistjórnenda. Það er von höfundar þessarar rannsóknar að yfirmenn fyrirtækja sjái ávinning sinn í og skoði með hvaða leiðum hægt væri að auk þátttöku millistjórnenda í mótun á stefnu mannauðs.

Samþykkt: 
  • 14.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF Yfirlýsing inn á Skemmu Berglind Kristjánsdóttir nýtt.pdf320.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS-Rannsókn - Berglind Kristjánsdóttir. LOKA SKIL PDF inn á Skemmu 14.05.2018.pdf1.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna