is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30406

Titill: 
 • Hafa jafnari kynjahlutföll í stjórnum og stjórnendateymum áhrif á frammistöðu fyrirtækja?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að greina hvort að tengsl séu á milli hærra hlutfalls kvenna og þar með jafnari kynjahlutfalla í stjórnum og stjórnendateymum fyrirtækja og fjárhagslegs árangurs þeirra. Jafnframt er leitast við að greina áhrif kynjafjölbreytni á ófjárhagslega frammistöðuþætti fyrirtækja og þar með finna skýringar á mögulegum tengslum við fjárhagslegan árangur.
  Fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll í stjórnum og stjórnendateymum eru betur til þess fallin að ná árangri. Konur taka nú þátt í atvinnumarkaði nánast í sama mæli og karlar og menntunarstig þeirra er að meðaltali hærra. Fyrirtæki sem nýta allt hæfileikamengið eru líklegri til þess að hafa yfir að ráða hæfara starfsfólki sem ætti að skila sér í betri frammistöðu og meiri samkeppnishæfni fyrirtækjanna. En til viðbótar virðist kynjafjölbreytni sem slík geta skilað veglegum arði.
  Rannsóknir benda til þess að ákvarðanataka gæti orðið betri, nýsköpun öflugri og samsvörun við markaðinn meiri. Jafnari kynjahlutföll virðast einnig hafa í för með sér árangursríkari stjórnunaraðferðir sem virðast geta haft jákvæð áhrif á afköst og ánægju starfsmanna sem og frammistöðu fyrirtækja. Þegar bæði kynin koma að ákvörðunartöku ætti að nást meira jafnvægi í áhættuvali. Ennfremur virðast gæði stjórnarhátta aukast, með auknu eftirliti stjórnarmanna og mögulega sterkara siðferði í ákvörðunartöku. Að lokum virðast fyrirtæki sem hafa jafnari kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum leggja meiri áherslu á samfélagslega ábyrgð og og hafa betra orðspor.
  Jafnvel þó að rannsóknir hafi ekki sýnt fram á orsakasamband á milli jafnari kynjahlutfalla í stjórnum og/eða stjórnendateymum og fjárhagslegs árangurs fyrirtækja, þá virðast jákvæð tengsl vera til staðar.

Athugasemdir: 
 • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 3 ár.
Samþykkt: 
 • 15.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafa jafnari kynjahlutföll í stjórnum og stjórnendateymum áhrif á frammistöðu fyrirtækja- Lokaskil.pdf952.61 kBLokaður til...23.06.2021HeildartextiPDF
eva_2018-05-14_14-40-46.pdf281.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF