is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30407

Titill: 
 • Markaðssetning á íþróttavörum: Er áhrifaríkara að nota íþróttafólk eða áhrifavalda á samfélagsmiðlum í markaðssetningu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markaðssetning á vöru eða þjónustu með áhrifavöldum hefur verið mikið í umræðunni bæði meðal markaðsfólks og almennings en fyrirtæki eru gjörn á að nýta sér áhrifavalda í almennu markaðsstarfi. Markaðssetning með áhrifavöldum hefur í raun verið notuð í marga áratugi en fyrirtæki hafa lengi notað t.d. vinsæla íþróttamenn til að selja vöru og þjónustu. Nú til dags notast íþróttavörumerki bæði við fræga áhrifavalda og áhrifavalda á samfélagsmiðlum í markaðsstarfi sínu á samfélagsmiðlum. Kaupáform er ætlun neytandans á að kaupa vöru eða þjónustu í komandi framtíð. Sýnt hefur verið fram á að samfélagsmiðlar á borð við blogg hafi áhrif á kaupáform. Einnig hefur verið sýnt fram á að ef áhrifavaldur sem auglýsir vöru eða þjónustu er álitinn trúverðugur eru talsvert meiri líkur á kaupáformum.
  Í ritgerðinni var fjallað um tvær gerðir af áhrifavöldum, annars vegar fræga áhrifavalda eins og íþróttafólk og hins vegar áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á milli trúverðugleika þessara mismunandi áhrifavalda, þ.e. á milli frægs íþróttafólks og áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Einnig var kannað hvort íþróttafólk eða áhrifavaldar á samfélagsmiðlum hafi meiri áhrif á kaupáform einstaklinga á íþróttavörum. Að lokum var leitast við að svara því hvort auglýsing íþróttavörumerkja sé álitin betri ef hún inniheldur einstakling sem er áhrifavaldur á samfélagsmiðlum eða íþróttamann eða íþróttakonu.
  Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð til að ná þeim markmiðum sem sett voru fram. Mælitæki rannsóknarinnar var spurningakönnun sem byggð var á mælitækjum fyrri rannsókna en alls tóku 454 manns þátt í könnuninni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að íþróttafólk er almennt talið trúverðugra heldur en áhrifavaldar á samfélagsmiðlum. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að auglýsingar á íþróttavörum sem innihalda íþróttafólk eru álitnar örlítið betri en ef þær innihalda áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Að lokum kom í ljós að ekki reyndist vera munur á kaupáformum einstaklinga á íþróttavörum hvort sem auglýsing inniheldur íþróttafólk eða áhrifavalda á samfélagsmiðlum

Samþykkt: 
 • 15.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðssetning á íþróttavörum - Er áhrifaríkara að nota íþróttafólk eða áhrifavalda á samfélagsmiðlum í markaðssetningu? .pdf6.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skilayfirlýsing.pdf197.17 kBLokaðurPDF