en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30411

Title: 
 • Title is in Icelandic Háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu á Landspítala háskólasjúkrahúsi 2004-2017
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Ígræðsla eigin stofnfruma í kjölfar háskammta krabbameinslyfjameðferðar hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma hefur verið framkvæmd á Landspítalanum (LSH) frá ársbyrjun 2004 með samstarfi Blóðbankans og blóðlækningadeildar LSH. Fyrst og fremst er um að ræða sjúklinga með eitilfrumukrabbamein og mergfrumuæxli.
  Markmið: Meta árangur og forspársþætti fyrir alla hluta meðferðarinnar, þ.e. söfnun stofnfruma, frystingu og varðveislu, inngjöf stofnfruma, rótun og afdrif sjúklinga.
  Aðferðir: Rannsóknin náði til 227 sjúklinga sem gengust undir stofnfrumuígræðslu á LSH á árunum 2004-2017, þar af var 21 sjúklingur sem fékk tvær ígræðslur. Gögnum var safnað úr gagnagrunni stofnfrumumeðferða og sjúkraskrám LSH. Tölfræðiúrvinnsla var framkvæmd með R forritinu. Kaplan-Meier aðferð með log-log öryggisbilum var notuð fyrir lifunargreiningar, Cox áhættulíkan var notað fyrir rótunarþætti og aðhvarfsgreining var notuð fyrir söfnunarþætti. Öll p-gildi miða við 95% öryggismörk.
  Niðurstöður: Í rannsóknarhópnum voru 140 (61,7%) karlar og 87 (38,3%) konur. 109 sjúklingar (48,0%) voru með mergfrumuæxli eða skylda sjúkdóma (plasma cell disorders; PCD), 101 (44,5%) eitilfrumukrabbamein (non-Hodgkins eða Hodgkins) og 17 (7,5%) aðra sjúkdóma. Forspárþættir fyrir söfnunarhraða voru CD34+ blóðstyrkur, sjúkdómsgreining og fjöldi fyrri krabbameinslyfjameðferða (p < 0,001). Meðalstærð græðlings fyrir inngjöf var 6,39 ± 2,99 x 106 CD34+ frumur/kg. Alls hafa 17 sjúklingar (10%) fengið Plerixafor sem viðbót við hefðbundna tilfærslumeðferð fyrir söfnun síðan notkun lyfsins hófst árið 2009. Meðalaldur við fyrstu inngjöf var 60,6 ár (spönn 18-75 ár). Miðgildi rótunartíma eftir ígræðslu stofnfruma var eftirfarandi: Daufkyrningar > 0,5 x 109/L = 13 dagar, blóðflögur > 20 x 10 9/L = 13 dagar og blóðflögur> 50 x 109/L = 18 dagar. Forspárþættir fyrir rótunartíma voru sjúkdómsgreining og stærð græðlings (p < 0,05). Fimm ára lifun allra sjúklinga var 69,1% (95% CI: 61,8-75,4) og 10 ára lifun var 47,8% (95% CI: 38,4-56,7). 10 ára lifun án framgangs sjúkdóms (progression free survival) var 49,6% (95% CI: 47,5-68,3) hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein en 8,74% (95% CI: 3,78-17,9) hjá mergfrumuæxlissjúklingunum.
  Ályktun: Árangur af eigin stofnfrumumeðferð sjúklinga með illkynja sjúkdóma er sambærilegur við nágrannalönd okkar, bæði hvað varðar rótun blóðfruma eftir ígræðslu og lifun. Skilgreindir voru þættir sem spá fyrir um söfnunarhraða stofnfrumugræðlings og rótun.

Accepted: 
 • May 15, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30411


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Alexander_Sigurdsson-Haskammta_Stofnfrumur-BS.pdf1.61 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing_og_Fjarsjodskort.pdf28.9 kBLockedYfirlýsingPDF