is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30412

Titill: 
  • Í blíðu og stríðu. Lífsgæði maka þeirra sem hafa fengið alvarlegt heilablóðfall.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilablóðfall er önnur algengasta dánarorsök hjá fólki yfir 65 ára aldri og í því fimmta hjá fólki á aldrinum 15 til 59 ára. Á ársgrundvelli fá yfir 17 milljón manna heilablóðfall og um þriðjungur sem lifir áfallið af þarfnast mikillar endurhæfingar og umönnunar. Oft eru það makar viðkomandi sjúklinga sem fá það hlutverk að sjá um umönnun heima fyrir hvort sem þeir sækjast eftir því eða ekki. Þær breytingar sem verða á lífi og aðstæðum maka í kjölfar veikindanna geta verið verulegar. Samband sem áður byggðist upp á jafningjagrundvelli tekur á sig aðra mynd þar sem makinn er farinn að sinna umönnun og lífsförunauturinn orðinn sjúklingur. Þessar breytingar hafa áhrif á lífsgæði og líðan maka og geta leitt til þess að andleg og líkamleg heilsa makans versnar. Kvíði, þunglyndi og streita eru algeng hjá mökum þeirra sem hljóta alvarlegan skaða í kjölfar heilablóðfalls og ef um vitsmunalega skerðingu er að ræða eykur það enn frekar á álag og vanlíðan hjá maka. Maki gengur í gegnum sorgarferli sem oft er falið og erfitt fyrir aðra að skilja. Hann upplifir söknuð eftir því lífi sem áður var og syrgir fyrra samband sitt við makann. Breytingar verða á samskiptum um tilfinningaleg mál milli para og hefur það áhrif á kynlíf þeirra sem oftar en ekki leggst af. Niðurstöður benda til þess að þörf er á heildstæðri þjónustu og eftirfylgd fyrir maka þeirra sem hafa fengið heilablóðfall. Félagsráðgjafar sem starfa innan heilbrigðiskerfisins veita sálfélagslegan stuðning og aðstoða með félagsleg réttindi og úrræði. Vegna nálgunar félagsráðgjafar út frá heildarsýninni er mikilvægt að makar hafi aðgang að þjónustu þeirra bæði í upphafi veikindanna en ekki síður þegar líður frá.

Samþykkt: 
  • 15.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_Guðrún Milla.pdf491.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf510.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF