is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30413

Titill: 
 • Meðferð og gæðaskráning við krabbameini í endaþarmi á Íslandi árið 2016
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meðferðir og gæðaskráning við krabbameini í endaþarmi árið 2016
  Þorvaldur Bollason
  Inngangur: Krabbamein í ristli eða endaþarmi er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi hjá bæði körlum og konum. Í þessari rannsókn skoðuðum við krabbamein í endaþarmi sér. Gæðaskráning hefur verið við lýði í Svíþjóð frá 1995 fyrir krabbamein í endaþarmi. Markmið rannsóknarinnar var að meta hlutfall læknanlegra aðgerða, tíðni fylgikvilla og notkun geisla- og lyfjameðferðar við krabbameini í endaþarmi.
  Efni og aðferðir: Öll krabbamein í ristli og endaþarmi greind árið 2016 á Íslandi voru skráð í fjögur skráningareyðublöð í Heilsugátt. Eyðublöðin voru gerð að sænskri fyrirmynd. Upplýsingar um sjúklinga, meðferðir, fundi, stigun, legu o.fl. fengust úr Heilsugátt, Sögu, Orbit og millistofnanaforritum í Sögu. Skráningar sjúklinga með krabbamein í endaþarmi voru teknar út úr Heilsugátt til úrvinnslu. Úrvinnsla fór fram í Excel. Samanburður var gerður við ársskýrslur sænsku gæðaskráningarinnar.
  Niðurstöður: Alls greindust 44 tilfelli af krabbameini í endaþarmi á Íslandi og 2180 í Svíþjóð árið 2016. Hlutfall aðgerða með brottnámi var hærra á Íslandi, 31 (70%) fór í brottnám á Íslandi á meðan 1384 (63%) fóru í brottnám í Svíþjóð. Hlutfall sjúklinga sem voru teknir fyrir á fundi fyrir meðferð var 72% á Íslandi en 98% í Svíþjóð. Af þeim sem fóru í brottnám voru 61% tekinn fyrir á fundi eftir aðgerð á Íslandi en 95% í Svíþjóð. Af þeim sjúklingum sem fóru í brottnám, fór 61% í geisla-/lyfjameðferð fyrir aðgerð á Íslandi og 67% í Svíþjóð. Hlutfall sjúklinga sem fékk viðbótarmeðferð fyrir aðgerð var nokkuð jafnt milli landanna, nema fyrir krabbamein á bili 6-10 cm frá anal brún. 30% af þeim fengu viðbótarmeðferð á Íslandi en u.þ.b. 65% í Svíþjóð. Af öllum sjúklingum sem fóru í brottnám fengu 80% með sjúkdómssstig II viðbótarmeðferð sem og 87% með sjúkdómssstig III og 66% með stig IV. Engir með sjúkdómsstig I fengu viðbótarmeðferð fyrir aðgerð. 56% þeirra sem voru yngri en 75 ára og 32% þeirra sem voru 75 ára eða eldri fengu viðbótarmeðferð fyrir aðgerð. Af þeim sem fengu lyfja- og geislameðferð fyrir aðgerð voru 15% með fullkomna svörun (complete responce; cT0). Alls fengu 8 (26%) viðbótarmeðferð eftir brottnám á Íslandi. Þeir voru allir undir 75 ára og með stig III á meinafræðisvari. Hlutfall stig III, <75 ára sem fengu viðbótarmeðferð eftir aðgerð var mun hærra á Ísland. 89% fengu meðferð á Íslandi en u.þ.b. 56% í Svíþjóð. Meðferðin á Íslandi var með Xelox (63%) eða Xeloda (38%) skema. Hlutfallið var 50% hvort í Svíþjóð.
  Ályktanir: Rannsóknin gaf yfirsýn yfir hvernig meðferð við krabbameini í endaþarmi var háttað á Íslandi árið 2016 og gagnsemi samanburðar við sjúkrahús í Svíþjóð. Rannsóknin sýndi einnig fram á möguleika á og nauðsyn þess að framsýn gæðaskráning verði tekin upp á Íslandi. Meðferð var að mörgu leyti svipuð milli landanna en munur sást sem vert er að athuga nánar. Þar má nefna að hlutfall samráðsfunda var lægra hér á landi og að staðsetning krabbameins í endaþarmi var ekki stöðluð. Einnig var munur á viðbótarmeðferðum, bæði fyrir og eftir aðgerð. Rannsóknin var aftursýn þar sem eyðublöð voru fyllt út út frá rannsóknum, aðgerðalýsingum og deildarskrám.

Samþykkt: 
 • 15.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorvaldur_Bollason_Medferd_gaedaskraning_endatharmskrabbamein.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf180.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF
umbod.pdf261.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF