is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30416

Titill: 
  • Neyslurými í Reykjavík? Aðstöðuleysið og raddir einstaklinga sem nota vímuefni í æð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort einstaklingar sem nota vímuefni í æð myndu nýta sér neyslurými ef það yrði sett upp í Reykjavík og hvernig ákjósanlegast væri að skipuleggja slíkt rými með þarfir notenda í huga. Tilgangurinn er einnig að skoða þá aðstöðu/aðstöðuleysi sem hópurinn býr við og einnig skoða áhættuþætti sem fylgja vímuefnanotkun í æð. Rannsóknin byggir á spurningalista sem lagður var fyrir 48 einstaklinga (36 karla og 12 konur) í árslok 2017. Svör við spurningalistanum eru sett í samhengi við umfjöllun fræðimanna um jaðarsetningu sem félagslegt ferli og greind út frá eftirfarandi lykilhugtökum: innri og ytri brennimerking, jaðarsetningu og samtvinnun mismunabreyta. Sérstök áhersla var lögð á hugmyndafræði skaðaminnkunar sem annars vegar andsvar við félagslegu óréttlæti sem jaðarsettir einstaklingar verða fyrir og hins vegar sem gagnreyndri aðferð til að lágmarka áhættu og skaða sem hlýst getur af vímuefnanotkun. Helstu niðurstöður benda til að húsnæðislausir einstaklingar nota mun oftar vímuefni í æð, eiga sögu um að ofskammta af vímuefnum oftar og þurfa mun oftar að nota vímuefni í æð utandyra og á almenningsstöðum. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda taldi mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir myndu nota neyslurými ef slíku rými yrði komið á laggirnar í Reykjavík.

Samþykkt: 
  • 15.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_9mai.pdf686.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
svala yfirlýsing.pdf159.35 kBLokaðurPDF