is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30424

Titill: 
 • Írskir dagar á Akranesi - fyrir hverja? Samfélagslegt gildi bæjarhátíðar og áhrif á staðar- og söguímynd Skagamanna
 • The Irish days festival - a local event or a mass tourism phenomena?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf bæjarbúa til bæjarhátíðar eins og menningar- og fjölskylduhátíðarinnar Írskir dagar á Akranesi með tilliti til þeirra samfélagslegu áhrifa sem hún hefur og hvaða þætti í dagskrá hátíðarinnar viðmælendur telja vera mikilvæga fyrir samfélagið. Rannsóknin var gerð á tímabilinu 2008-2011.
  Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst er við viðtöl, rýnihópa og símakönnun. Rannsakandi notaði hálfopin djúpviðtöl, rýnihópahópviðtöl, sem meginrannsóknaraðferð. Upplýsingar úr símakönnun voru jafnframt notaðar til stuðnings í viðtölunum. Viðtölin voru unnin samkvæmt reglum eigindlegrar aðferðafræði.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að Skagamenn séu almennt hlynntir hátíðinni og vilji halda áfram að gera sér dagamun á Írskum dögum í júlí ár hvert. Mikilvægasti hluti hátíðarinnar að mati viðmælanda eru þeir dagskrárliðir sem miða sérstaklega að því að laða brottflutta Skagamenn „heim“ í gamla bæinn sinn og svo þær uppákomur sem stuðla að aukinni samkennd og samhug. Viðmælendur vilja nota þetta tækifæri til þess að styrkja menningararfinn og veruleg gagnrýni á skipuleggjendur kemur fram fyrir það að fjarlægjast upphaflegt markmið hátíðarinnar, það er að minnast keltneskra landnámsmanna sem settust að á Akranesi. Síðastliðin fjögur ár hefur skipulagið í ríkari mæli endurspeglað hina írsku arfleifð, en ekki er ljóst hversu vel tekst að koma henni til skila.
  Í rannsókninni færir rannsakandi rök fyrir því að farsælast sé fyrir alla skipuleggjendur bæjarhátíða að huga vel að fræðilegum forsendum og hafa skýra framtíðarsýn. Bæjarhátíð eins og Írskir dagar krefst langtímaviðburðastjórnunar til þess að ná fram þeim samfélagslega ávinningi sem mögulegur er. Hvernig best má miðla menningararfi í þessu formi, það er í gegnum bæjarhátíðir, er rannsóknarefni sem er forvitnilegt og í raun nauðsynlegt fyrir skipuleggjendur bæjarhátíða að skoða í framtíðinni.

Athugasemdir: 
 • Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án skriflegs leyfis höfundar.
Samþykkt: 
 • 17.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét_lokaeintak_MA_júl2011.pdf660.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Margrét_Yfirlýsing.jpg315.78 kBLokaðurFylgiskjölJPG