is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30430

Titill: 
  • Sagnaglíman. Þátíðarbeyging sterkra sagna hjá sjö og átta ára gömlum börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaritgerð í íslenskunámi til BA-prófs frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Gerð var könnun á málkunnáttu barna í 2. og 3. bekk í einum grunnskóla borgarinnar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna kunnáttu íslenskra barna í þátíðarbeygingu sterkra sagna. Þátttakendur voru sjö og átta ára gömul börn og voru þeim sýndar myndir og stuttar frásagnir lesnar fyrir þau í nútíð, sem samdar voru sérstaklega fyrir könnunina. Í kjölfarið kom spurning sem börnin áttu að svara í þátíð. Voru 20 sagnir notaðar við rannsóknina: 14 sterkar, tvær núþálegar og fjórar veikar. Rannsakað var hvort aldur barnanna, tíðni og hljóðafar sagnanna hefði áhrif á svör þeirra. Tíðni sagna í málinu hafði að einhverju leyti áhrif á kunnáttu barnanna og voru þau klaufskust við að mynda þátíð á fátíðustu sögnunum. Þegar börnin voru að mynda þátíð sagna sem þau höfðu ekki náð valdi á sást að hljóðafar sagnanna hafði áhrif á beygingarendingaval barnanna. Börnin voru með ýmsar aðferðir við þátíðarmyndun sagnanna þegar þau þekktu ekki þá viðurkenndu og algengast var að börnin settu veika þátíðarendingu á sterkar sagnir. Þegar börnin kusu að setja veika þátíðarmynd á sagnirnar varð veika þátíðarendingin -aði oftast fyrir valinu, enda er hún algengust í málinu. Einnig völdu þau veiku þátíðarendinguna -ti í þó nokkrum tilvikum og stöku sinnum notuðu þau hinar veiku þátíðarendingarnar -ði og -di. Í öðrum tilvikum notuðu þau aðrar sagnir við þátíðarmyndunina, framvinduhorf, nútíð og nafnhátt og auk þess voru þau skapandi í svörum sínum. Niðurstöður sýna að sjö og átta ára gömul börn eru ekki búin að ná fullu valdi á þátíðarbeygingu sterkra sagna. Þó höfðu eldri börnin betra vald á þátíðarbeygingu sagnanna en þau yngri. Með árunum komast þau nær því að ná valdi á viðurkenndri þátíðarbeygingu sterkra sagna.

Samþykkt: 
  • 18.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sagnaglíman á Skemmuna.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman yfirlýsing mma5 með undirskrift.pdf145.89 kBLokaðurPDF