is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30431

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar og mátgæði íslensku útgáfu HEXACO-60
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • HEXACO-60 er styttri útgáfa HEXACO-PI-R persónuleikaprófsins sem ætlað er að mæla sex yfirþætti persónuleika. Þeir þættir eru heiðarleiki-auðmýkt (honesty-humility), tilfinningasemi (emotionality), úthverfa (extraversion), samvinnuþýði (agreeableness), samviskusemi (conscientiousness) og víðsýni (openness to experience). Prófið var þróað til notkunar í aðstæðum þar sem ekki er tími til að leggja prófið fyrir í fullri lengd. Það inniheldur 60 atriði í heild, 10 atriði fyrir hvern yfirþátt, sem metin eru á fimm punkta Likert kvarða (1 „mjög ósammála” til 5 „mjög sammála”). Ekki er langt síðan prófið var þýtt yfir á íslensku (HEXACO-60-IS) en markmið þessarar rannsóknar var að kanna próffræðilega eiginleika og mátgæði íslensku útgáfu prófsins með staðfestandi þáttagreiningu (confirmatory factor analysis). Notað var tilviljunarúrtak 272 einstaklinga (123 karlar og 149 konur) úr Þjóðskrá Íslands. Þátttakendur voru á aldrinum 18-70 ára (M = 44,09, sf = 13,84) og höfðu fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður bentu til að áreiðanleiki prófsins væri ásættanlegur og voru meðaltöl í samræmi við fyrri rannsóknir en fylgni milli yfirþátta var hærri. Þar sem endurteknar tilreiknanir (multiple imputation) voru notaðar til að fylla inn fyrir gagnagöt (missing values) skal fara varlega í túlkun mátstuðla staðfestandi þáttagreiningar. Niðurstöður bentu þó til að athuga þurfi nokkur atriði listans með tilliti til þýðingar og innihalds.

Samþykkt: 
  • 18.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EsterPals_HEXACO-60-IS.pdf587.41 kBLokaður til...01.01.2028HeildartextiPDF
ester yfirlýsing.jpg1.8 MBLokaðurJPG