is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30439

Titill: 
 • Stenotrophomonas maltophilia sem ræktast hafa á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala - Skyldleikagreining og sýklalyfjanæmi
 • Titill er á ensku Stenotrophomonas maltophilia diagnosed at Department of Clinical Microbiology at Landspítali University Hospital - Molecular typing and antibiotic sensitivity
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Stenotrophomonas maltophilia er loftháð Gram neikvæð staflaga umhverfisbaktería sem finnst víða á blautum og rökum svæðum og hefur getu til að ná bólfestu á rökum svæðum á heimilum og sjúkrastofnunum. Hún er tækifærissýkill og faraldrar af völdum S. maltophilia hafa verið tengdir við hæfileika bakteríunnar til þess að mynda örveruhulur í vatnslögnum og plast íhlutum lækningartækja. Bakterían er lítið meinvirk og sýkir því sjaldan heilbrigða einstaklinga en getur valdið alvarlegum og jafnvel banvænum sýkingum hjá veikluðum og ónæmisbældum einstaklingum. Algengustu sýkingar af völdum S. maltophilia eru öndunarfærasýkingar, blóðsýkingar, sýkingar tengdar leggjum og þvagfærasýkingar. Fjölónæmi S. maltophilia gegn sýklalyfjum gerir meðhöndlun sýkinga af hennar völdum erfiða og er sýklalyfið trímetróprím-súlfametoxasól (TMP-SMX) það lyf sem hefur sýnt mesta virkni.
  Markmið: Að fá yfirsýn á sýklalyfjanæmi þeirra S. maltophilia stofna sem ræktast hafa á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Að sjá hvort skyldleiki sé með þessum sömu stofnum.
  Efni og aðferðir: Allir stofnar S. maltophilia sem ræktast hafa úr blóði á tímabilinu júní 2006 til og með 31. desember 2017. Allir S. maltophilia stofnar sem ræktast hafa óháð sýnatökustað á tímabilinu 1. október 2016 til og með 31. desember 2017. Gerð voru næmispróf gegn TMP-SMX og levofloxacín. Ef um ónæmi gegn þeim lyfjum var að ræða voru gerð næmispróf gegn ceftazídíme og ticarcillín-klavúlanat. Skyldleiki allra stofnanna var kannaður með Random Amplified Polymorphic DNA Polymerase Chain Reaction (RAPD-PCR), valdir stofnar voru greindir með fjölgena raðgreiningu (MLST) og tilraun var gerð til að skyldleikagreina með Matrix-Assisted Laser Desorption Ionization-Time of Flight Mass Spectrometry (MALDI-TOF MS).
  Niðurstöður: Alls voru tiltækir 192 S. maltophilia stofnar, 40 úr blóðræktunum og 152 stofnar úr öðrum sýnum. Af öllum stofnunum voru 96% næmir fyrir TMP-SMX og 4,2% ónæmir. Næmi stofna fyrir levofloxacín var á bilinu 85-88% og ónæmi um 10%. Næmi fyrir ceftazídíme og ticarcillín-klavúlanat var 19% og 24% en ónæmi 38% og 67%. Enginn af stofnunum úr blóðræktunum var ónæmur fyrir TMP-SMX og aðeins einn af blóðstofnunum var ónæmur fyrir levofloxacín. RAPD-PCR tengslatré sýndi 111 bandamynstur frá stofnum frá 125 sjúklingum. Í heildina voru 74 stofnar greindir með fjölgena raðgreiningu, allir stofnar úr jákvæðum blóðræktunum auk 34 annarra. Algengasta ST týpan var ST224, fimm stofnar og alls fengust 17 nýjar ST týpur sem ekki var að finna í alþjóðlega gagnagrunninum. Stofnarnir sýndu mikinn erfðafræðilegan breytileika hvort sem litið er á niðurstöður úr RAPD-PCR eða MLST. Ekki tókst að nota MALDI-TOF MS við skyldleikagreiningu.
  Ályktun: Rannsóknin er sú fyrsta á Íslandi hvað varðar sýklalyfjanæmi og skyldleika S. maltophilia stofna. Svo virðist sem ekki sé farið að bera á miklu ónæmi gegn kjörlyfinu, TMP-SMX. Mikill erfðabreytileiki sást og líklega var ekki faraldur á tímabilinu.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Stenotrophomonas maltophilia is an aerobic Gram negative rod shaped bacterium. It is an environmental bacterium and an opportunistic pathogen found in aqueous habitats and has the ability to colonize moist surfaces in homes and hospital settings. Outbreaks of S. maltophilia have been associated with the bacterial ability to form biofilms on water pipes and plastic surfaces of indwelling medical devices. S. maltophilia is a bacterium of low virulence and rarely causes infections in healthy individuals, but can cause serious or fatal infections in immunocompromised and immunosuppressed patients. The most common infections associated with S. maltophilia are respiratory tract infections, bloodstream infection, catheter-related infections and urinary tract infections. S. maltophilia is multidrug-resistant which makes treatment difficult and the recommended drug of choice is trimethoprim-sulphamethoxazole (TMP-SMX).
  Aim: To evaluate the antimicrobial susceptibility of S. maltophilia diagnosed at department of Clinical Microbiology at Landspítali University Hospital and also to determine the relatedness of these isolates.
  Material and methods: All isolates of S. maltophilia from positive blood cultures, from June 2006 to 31st of December 2017. All S. maltophilia isolates diagnosed from 1st of October to 31st of December 2017. Antibiotic susceptibility was performed for TMP-SMX and levofloxacin. If isolate was found to be resistant to either or both TMP-SMX and levofloxacin, antibiotic susceptibility was performed for ceftazidime and ticarcillin-clavulanate. The relatedness of all S. maltophilia isolates was investigated with Random Amplified Polymorphic DNA Polymerase Chain Reaction (RAPD-PCR), selected isolates then underwent Multilocus Sequence Typing (MLST) and an attempt was made to use Matrix-Assisted Laser Desorption Ionization-Time of Flight Mass Spectrometry (MALDI-TOF MS) for biomarker based typing.
  Results: A total of 192 S. maltophilia isolates were available, 40 from positive blood cultures and 152 from other clinical samples. Of all the S. maltophilia isolates 96% were sensitive to TMP-SMX and 4,2% resistant. Sensitivity to levofloxacin was 85-88% and resistance around 10%. Sensitivity to ceftazidime and ticarcillin-clavulanate was 19% and 24% but resistance was 38% and 67%. None of the isolates from positive blood cultures were resistant to TMP-SMX and only one isolate was resistant to levofloxacin. RAPD-PCR dendrogram showed 111 banding patterns from isolates from 125 patients. In total 74 isolates underwent MLST, all isolates from positive blood cultures as well as 34 from other clinical samples. The most common ST type was ST224, five isolates. There were 17 new ST types detected which were not included in the international database. The isolates showed high genetic diversity in both RAPD-PCR and MLST typing results. The MALDI-TOF MS biomarker based typing method was not successful.
  Conclusion: This is the first time that antibiotic suscpetibility and relatedness of S. maltophilia isolates is studied in Iceland. TMP-SMX is the drug of choice for infections due to S. maltophilia. In this study resistance to TMP-SMX was low. The isolates showed high genetic diversity which indicates that an outbreak was highly unlikely.

Samþykkt: 
 • 23.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stenotrophomonas maltophilia_Hafdís.pdf2.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf705.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF