en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30442

Title: 
 • Title is in Icelandic Mikilvægi stýriskinna við ísetningu tannplanta
 • The importance of surgical template in implant surgery
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Með stýriskinnu er staðsetning og stefna tannplanta ákveðin fyrirfram áður en ísetning tannplanta hefst. Með réttri staðsetningu tannplanta koma síður upp vandamál við smíði, auðveldara er að smíða fallegt tanngervi og álag á tannplantann verður hagstæðara sem minnkar hættu á beintapi umhverfis plantann. Með því að fá niðurstöður frá tannlæknum, sem starfa við ísetningu tannplanta, er hægt að varpa betur ljósi á það í hvaða tilfellum stýriskinnur eru notaðar, eða ekki, og úr hvaða efnum þær eru framleiddar.
  Aðferðir: Notuð var megindleg aðferðafræði og lýsandi rannsóknarsnið þar sem gögnum var safnað með rafrænni spurningakönnun hannaðri í KwikSurvey um reynslu og notkun stýriskinna hjá tannlæknum í félagatali Tannlæknafélags Íslands. Gögnin voru kóðuð og greind með Microsoft Excel töflureikni til að birta niðurstöður í texta, töflum og myndum.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 17% (n=56; N=337). Stýriskinnur voru oftast notaðar í tannplanta-aðgerðum hjá tannlausum einstaklingum (45%; n=11), en einnig þegar setja átti 1-2 tannplanta í sjúklinga (41,6%; n=10). Um 40% tannlæknanna notuðu plast-stýriskinnu (e.Vacuum) en aðeins 8% notuðu CAD/CAM stýriskinnur. Fram kom að tannlæknarnir væru vanir að framkvæma fríhendis ísetningar á tannplöntum og að aukinn kostnaður væri helsta ástæða þess að stýriskinnur væru ekki notaðar í meira mæli en raun bar vitni.
  Ályktun: Staða og stefna tannplanta er lykilatriði svo áseta tanngervis og útlit verði eins og best er á kosið. Meðferðaraðilar mættu vera opnari fyrir að nota oftar stýriskinnur og tileinka sér nákvæmari stýriskinnur framleiddar með CAD/CAM í meðferðaráætlun. Óskandi er að þessi rannsókn verði hvatning fyrir fagfólk til að kynna sér kosti stýriskinna sem hjálpartækis, valmöguleika í efnisvali og framleiðslu stýriskinna.
  Efnisorð: Tannsmíði, stýriskinna, tannplanti, tannlækningar, skinna.

 • Purpose: With the use of surgical template (ST) proper surgical placement and angulations of dental implants is determined before the beginning of the surgery. Adequate placement of dental implant reduces stress related forces, minimizes potential bone resorption around the implant and decreases the chances of problems progressing during the prosthodontics fabrication. By getting results from dentists who place implants, this research can shed a light on; the cases ST are used to plan or place implants, what materials are used to manufacture ST and limitations of their use.
  Methods: The study was quantitative and descriptive. Data about use of surgical template and limitations were gathered and analysed with Microsoft Excel. A questionnaire was sent out via email with a link to the software KwikSurveys. The sample were members in Tannlæknafélag Íslands.
  Results: The response rate was 17% (n=56; N=337). Result showed that ST were preferred in full edentulous patients (45%; n=11) although they are also used in cases where 1-2 implants were being placed (41,6%; n=10). Around 40% dentists used vacuum fabricated ST but only 8% used CAD/CAM fabricated ST. The result showed that participants were accustomed to perform freehand implant surgery and assumed that ST was not used because of the increased cost effect they had on the treatment.
  Conclusion: The key to a successful, stable and aesthetic dental implant is proper placement and direction, surgeons should be open minded to use ST in greater extent and dedicate themselves to use more accurate ST produced by CAD/CAM technology available on the market. The desirable purpose of this research is to encourage professionals in this field to be aware of benefits of using ST, and enlighten them about variety in ST materials and manufacturing methods.
  Key words: Dental technology, surgical template, dental implant, dentist, surgical guide.

Accepted: 
 • May 25, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30442


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Mikilvægi stýriskinna við ísetningu tannplanta.pdf831.65 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf402.69 kBLockedYfirlýsingPDF