is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30446

Titill: 
 • Partar sem tanngervi. Nýjungar og framtíðin.
 • Titill er á ensku Removable Partial Denture as a Dental Prosthetics. Innovations and the future.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Markmið rannsóknar var að gera sögulega samantekt um parta og að bera saman smíðaferli hefðbundinnar stálgrindar við nýjustu framleiðsluferla með CAD/CAM tölvutækni og Peek efni. Skoðaðar voru báðar aðferðir með það í huga að meta hvort Peek grind úr plastefni sé raunhæfur valkostur í stað stálgrindar.
  Aðferðir: Rannsakendur fylgdu eftir stálgrindarferli sjúklings sem þurfti á stálgrindarparti halda í gegnum Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Einnig var fylgt eftir sama ferli á Peekgrind og mátuð áseta grindanna í munni sjúklings. Rannsakendur skráðu niður gögn í formi texta, mynda, með vigt og þykktarmæli. Niðurstöður voru settar fram í texta, myndum og töflum.
  Niðurstöður: Í samanburði var Peekgrindin 2,17 g eða rúmum 8 g léttari en stálgrindin, það tók lengri tíma að gera hana þó ferlið tæki færri skref í framleiðslu. Þykktarmælingar á krókum og burðarvirki leiddu í ljós að ekki var afgerandi munur á þykkt á grindunum, nema á hægri hlið burðarvirkis, þar mældist málmurinn þykkari og bláendar Peek króka á öðrum jaxli (17) voru nærri helmingi þykkari en á málminum. Áseta beggja grinda var stöðug en stálgrindin var þéttari í sæti sínu, plata Peekgrindarinnar var óþétt við framtannasvæði og gapti við samtengingar og í áhvílum. Hagkvæmara reyndist að framleiða Peek grind en stálgrind og munar þar um nærri helming í verði.
  Ályktun: Saga partagerðar sýnir fram á að stálgrindin hefur sannað sig sem meðferðarlausn fyrir sjúklinga sem misst hafa hluta af eigin tönnum og getur aukið lífsgæði þeirra. Klíníska reynslu skortir vegna notkunar Peek parta í munni og langtímarannsóknir á endingartíma þeirra. Meðan ekki er meiri reynsla á Peekgrindum sem sanna yfirburði hennar yfir stálgrindur, mætti hugleiða hvort nota ætti efnið til framleiðslu bráðabirgðagrinda ef brúa þarf bilið fyrir þá sem ekki standa undir fjárhagslegum kostnaði við stálgrindarsmíði.
  Efnisorð: Tannsmíði, tanngervi, partur, stálgrind, Peek.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The purpose of this research was to reveal the history of removable partial dentures (RPD), and to compare the traditional RPD manufacturing methods with the latest innovation in this area using CAD/CAM technology to evaluate the feasibility of a new RPD material.
  Methods: This was a case study conducted at the Faculty of Odontology (FO) of the University of Iceland. The participant was a patient of one of the dental students at the FO and needed traditional Cr-Co RPD. The dental student designed the RPD, two dental casts of the patient were made and sent to two different dental technology laboratories.. In one the Cr-Co RPD was made and in the other the Peek RPD. The researchers observed the manufacturing process, recorded data and photographed the workflow and measured the final product. Both RPD were fitted in the patients mouth and the dental student and a faculty member evaluated the quality of both RPD according to FO criteria. Results are reported in text, tables and pictures.
  Results: The Peek RPD was 2,17 g and weighted 8 g less than the Cr-Co RPD. The CAD/CAM RPD process finished in fewer steps compared to the traditional method, but was more time consuming. The Cr-Co palatal major connector was 0,2 mm thicker on the right side compared to the Peek material. Retainers were with minor differences except the end of retainer on tooth 17 wich was 50% thicker in the Peek RPD. The fit of Cr-Co RPD was superior compared to Peek RPD, wich had a loose fit anterior on palatal major connector and gaps in minor connectors and rest seats. The Peek RPD is more economic alternative and costs only half the price of the Cr-Co RPD.
  Conclusion: The history reveals that Cr-Co RPD is accepted as a treatment solution for the partially edentulous patient and can improve their quality of life. Since Peek RPD is a new innovation there is a lack of clinical experience and longtime researches. While superiority of Peek RPD has not been established, this could be used as an alternative instead of temporary PD for patient unable to bear the cost of Cr-Co RPD.
  Key words: Dental Technology, Dental Prosthetics, Removable Partial Dentures (RPD), Peek.

Samþykkt: 
 • 25.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf266.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Partar sem tanngervi, nýjungar og framtíðin.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna