is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30447

Titill: 
  • Málsmeðferð sveitarfélaga við útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir matsskyldar framkvæmdir á árunum 2006 til 2016
  • Titill er á ensku Responsibilities of Municipalities Issuing Permits for Projects Subjected to the Environmental Impact Assessment, 2006 - 2016
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mat á umhverfisáhrifum (MÁU) er lögbundið ferli sem felur í sér kerfisbundið mat á mögulegum áhrifum framkvæmdar áður en ákvörðun er tekin um hvort leyfa skuli tiltekna framkvæmd. Möguleg áhrif eru metin svo leyfisveitandi, framkvæmdaaðili, hagsmunaaðilar og almenningur séu upplýst um áhrif framkvæmdarinnar. Árið 2005 urðu breytingar hérlendis á lögum um MÁU. Breytingarnar höfði meðal annars þau áhrif að auknar kröfur voru gerðar til sveitarfélaga varðandi málsmeðferð við útgáfu framkvæmdaleyfa. Markmið þessara rannsóknar var að kanna hvort útgefin framkvæmdaleyfi fyrir matsskyldar framkvæmdir eftir breytingu laganna 2005 væru í samræmi við ákvæði 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, áður 27. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og reglugerðar nr. 772/2012. Allar matsskyldar framkvæmdir voru kannaðar á árunum 2006 til 2016 sem komið höfðu til framkvæmda. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að verulega skortir að haldið sé utan um gögn sem varða útgáfu framkvæmdaleyfa og nánast algilt að afrit af útgefnu framkvæmdaleyfi sé ekki sent til Skipulagsstofnunar. Einvörðungu reyndist unnt að nálgast 46,2% útgefinna framkvæmdaleyfa sveitarfélaga á tímabilinu. Ekki var hægt að draga aðra ályktun af gögnunum en þá að málsmeðferð sveitarfélaga hafi í 7,7% tilvika ekki verið í samræmi við fyrrgreind lög og reglugerð, auk þess sem ekki reyndist unnt að rannsaka 43,6% útgefinna leyfa á tímabilinu sökum skorts á gögnum. MÁU er umfangsmikið og kostnaðarsamt ferli. Til þess að viðhalda því trausti sem ferlið hefur áunnið sér á undanförnum áratugum er nauðsynlegt að brýna fyrir leyfisveitendum að standa skil á gögnum til Skipulagsstofnunar, auk þess sem lögboðin samanburður á álitum Skipulagsstofnunar og útgefnum framkvæmdaleyfum sveitarfélaga ætti að koma til framkvæmda.

  • Útdráttur er á ensku

    Environmental impact assessment (EIA) is a mandatory process conducted before decisions are made regarding major projects. This process is a systematic assessment of how the project might impact the environment, community and resources. In 2005, the Icelandic EIA Act was amended. The changes included increased responsibilities on municipalities for issuing permits for major projects. The purpose of this study was to examine issued permits for major projects after the 2005 EIA legislation amendment and analyse if the projects were in accordance with article 14. of the Planning act no. 123/2010, former article 27. of the Planning and Building Act no. 73/1997. All major projects carried out between 2006 and 2016 were evaluated. The analysis revealed that issued permits and relevant data were not stored for future references, and often the publication of a formal permit did not appear to be issued or sent to the National Planning Agency (NPA). Only 46.2% of issued permits could be obtained from the municipalities for this study. Overall, 7.7% of all gathered permits were not in accordance to the law. In addition, 43.6% of issued permits could not be analysed due to the lack of data. EIA is a comprehensive and costly process and in order for it to be effective, it is essential to urge licensees to provide data to the NPA. A mandatory comparison of the NPA reviews and issued permits by municipalities should be implemented.

Samþykkt: 
  • 25.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Skemman Jón Smári Jónsson.pdf1.24 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Málsmeðferð sveitarfélaga við útgáfu framkvæmdaleyfa fyrir matsskyldar framkvæmdir á árunum 2006 til 2016.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna