is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3045

Titill: 
  • Gildi ferðaþjónustu á jaðarsvæðum og mikilvægi hennar fyrir byggð á slíkum svæðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan gegnir mikilvægu hlutverki sem ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar og er sú grein sem hvað mest hefur vaxið hér á landi á síðustu árum. Árið 2007 komu 485.000 ferðamenn til Íslands og hefur fjöldi þeirra aukist um 60% frá árinu 2000. (Hagstofa Íslands, 2008) Hlutverk ferðaþjónustu í atvinnulífi jaðarsvæða hefur orðið þýðingameira í takt við fækkun starfa í hefðbundnum atvinnugreinum eins og landbúnaði og sjávarútvegi. Jaðarsvæði búa yfir mörgum þáttum sem laða að ferðamenn, náttúrlegt umhverfi sem samanstendur af fögru landslagi, fáum íbúum sem veitir mótvægi við mannfjölda stórborganna og síðan eru jaðarsvæði að verða sífellt vinsælli staður fyrir frístundabyggð. (Bob McKercher and Canace Fu, 2006) Markmið verkefnisins er að leggja mat á gildi ferðaþjónustu á jaðarsvæðum og mikilvægi hennar fyrir byggð á slíkum svæðum. Rannsóknin byggir að miklu leyti á viðtölum við níu aðila sem allir búa á Ströndum og einnig var haft samband við tvo aðila í gegnum tölvupóst. Að öðru leyti fór heimildaöflun fram á þann hátt að safnað var gögnum um jaðarsvæði þar sem viðfangsefnið er tengt fræðilegri umfjöllun um slíkt og einnig var safnað efni um Strandir. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að mikilvægi ferðaþjónustu á Ströndum er mikið og viðhorf íbúa svæðisins til atvinnugreinarinnar jákvætt. Byggð á Ströndum er undir mörgum þáttum komið að mati höfundar og veigamikill þáttur í því sambandi er ferðaþjónustan. Bætt aðgengi að svæðinu, bættar samgöngur innan svæðis og samvinna allra atvinnugreina er þó líklegust til að skila bestum árangri í ferðaþjónustu til framtíðar.

Samþykkt: 
  • 15.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
01_fixed[1].pdf646.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna