Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30451
Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum (MÁU) nr. 106/2000 er framkvæmdaaðila skylt að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif þeirra framkvæmda sem falla undir lögin og mótvægisaðgerðir vegna þeirra. Síðan lögin tóku gildi hefur Vegagerðin unnið að endurheimt votlendis víðs vegar um land til að bæta fyrir tap og röskun á votlendi vegna vegaframkvæmda. Þar sem nú er allnokkuð liðið síðan fyrstu svæðin voru endurheimt er orðið tímabært að kanna hver árangur þessara aðgerða hefur verið. Markmið þessarar rannsóknar var tvíþættur, 1) að meta árangur á fimm votlendissvæðum sem Vegagerðin endurheimti á árunum 2003-2014 og 2) að greina matsskýrslur í tengslum við þær framkvæmdir sem mótvægisaðgerðir voru unnar fyrir. Rannsóknarsvæðin eru staðsett í ólíkum landshlutum og mislangt er síðan þau voru endurheimt. Árangursmatið fól meðal annars í sér gróðurúttekt, mælingu á jarðvatnsstöðu, mat á gróðurhulu skurðsára og athugun á skurðfyllingum og stíflum. Matsskýrslur voru greindar með hliðsjón af umfjöllun um votlendi og þá sérstaklega hvort þær tóku til endurheimtar. Eins var litið til umsagna Umhverfisstofnunar og úrskurð/álit Skipulagsstofnunar og þá hvort skilyrði um endurheimt væri sett fyrir framkvæmdum. Á heildina litið er endurheimt árangursrík á flestöllum rannsóknarsvæðunum, votlendisgróður er víða ríkjandi og landið í mörgum tilvikum talsvert blautt. Í Reykhólasveit, Bjarnarfirði, Framengjum og Fannardal hafði gróður ekki náð að loka skurðsárum, en best var ástandið á Steinsstöðum. Í Fannardal var áberandi að endurheimtarframkvæmdir voru ekki að öllu leyti fullnægjandi sem skilaði sér í misjöfnum árangri þar. Þá sýna niðurstöður að skýrt verklag við framkvæmd endurheimtar er mikilvægt og þörf er á einhverjum inngripum til að koma gróðri af stað í skurðsárum. Niðurstöður greininga á matsskýrslum leiddu í ljós að jákvæð þróun hafi orðið með tilliti til umfjöllunar um votlendi og endurheimt votlendis í matsskýrslum. Þá gefa niðurstöður til kynna að skýra þurfi betur hlutverk ólíkra aðila og auka hvata þegar kemur að eftirfylgni mótvægisaðgerða. Þessi rannsókn getur nýst til að bæta enn frekar MÁU ferlið og reglugerðir í tengslum við mótvægisaðgerðir til þess að auka skilvirkni þeirra í framtíðinni.
In Iceland, the Environmental Impact Assessment Act (No. 106/2000) demands constructers to inform the public about the environmental impact of projects that fall under the law and mitigating measures to compensate for them. Since the law was passed, the Icelandic Road and Coastal Administration (Vegagerðin) has carried out several wetland reclamation projects to compensate for damage caused by construction of roads in wetland areas. However, auditing of mitigating measures appears to be rarely carried out. Inevitably, this raises questions over the quality of these restorations. The purpose of this study was to evaluate the effectiveness of wetland reclamation carried out by Vegagerðin in five different areas during the period 2003-2014. The approach of the study was twofold; on one hand, an examination of the five reclaimed sites to research wetland condition and on the other hand, to analyze the environmental impact reports. The analyzed reports included information regarding wetlands and wetland restoration as a mitigation measure along with reviews from the Environment Agency of Iceland and the remarks for the final decision from the National Planning Agency. The results of this study indicate that overall, reclamation efforts were successful in generating wetland conditions, although in one area, reclamation was only partly successful. Furthermore, the results underline the need for professional instructions when reclaiming wetlands. Since 2003, there has been a gradual increase in attention given in the reports to wetlands and wetland reclamation as a mitigation measure. However, the results display a lack of responsibility between different stakeholders after the project has been carried out and there is a need for more incentives for the auditing process. The study can help refine the process and regulations of the Environmental Impact Assessment and work towards sustainable development.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þórdís Björt Sigþórsdóttir (1).pdf | 8 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
20180525_112014.jpg | 2,94 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |