Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30454
Pontin og Reptin eru ATPasar af AAA+ yfirættinni og samsvarandi prótein finnast í öllum heilkjörnungum. Próteinin gegna fjölbreyttum hlutverkum í starfsemi frumna, eins og umritunarstjórnun, samsetningu stórsameindarflóka og stjórnun frumuhrings. Pontin og Reptin stuðla að fjölgun og lifun frumna en enn er margt á huldu um hvernig próteinin virka í raun og veru. Í þessu verkefni var taugakerfi ávaxtaflugunnar (Drosophila melanogaster) skoðað og þá sérstaklega taugavöðvamót. Athugað var hvort bæling Pontins eða Reptins hefði áhrif á lögun vöðvahliðar taugavöðvamóta og þá einnig á lifun ávaxtaflugunnar. Það var annars vegar gert með því að skoða taugavöðvamót lirfa í lagsjá og hins vegar með því að skrá ítarlega niður lifun fullorðinna ávaxtaflugna. Í ljós kom munur á taugavöðvamótum viðmiðunarhóps og Pontin- og Reptinbældra sýna. Skráning á lifun sýndi að flugur Pontin- og Reptinbældra stofna lifðu skemur en flugur viðmiðunarhópa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc Ritgerð Brynhildur Magnúsdóttir.pdf | 9.8 MB | Lokaður til...01.01.2033 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_Brynhildur_Magnusdottir.pdf | 1.44 MB | Lokaður | Yfirlýsing |