Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30456
This thesis investigates relationships between cultural values and conservation practices, focusing on the whooper swan (Cygnus cygnus) in Iceland. Conflicts between farmers and swans in Iceland have triggered debates about how to balance utilitarian concerns with interests in visual appeal and other affective qualities in species conservation. This study therefore addresses the following: (1) How are swans conceptualized aesthetically, symbolically, and sentimentally in Iceland in light of their protected status and increasing population? (2) To what extent are swans conceived of as active agents in their environment? (3) How do these notions play out in the human–wildlife conflict between farmers and swans, as well as in broader social and conservation contexts? Qualitative data drawn from interviews with farmers, wildlife enthusiasts, and policy-shapers has been gathered and analyzed to address these questions. The study revealed a range of nuances and ambivalence within participants’ ideas about the cultural values of swans, with different groups approaching these values as fixed or contingent, respectively. Secondly, the degree to which participants attributed agency to whooper swans likely facilitates the swan’s recasting as a pest in the countryside. Finally, the study underscores the fact that management of “nuisance” species is always an ethically entangled issue that should engage public discussion. This case presents a timely opportunity to achieve a richer understanding of how cultural attitudes toward other animals gain value within conservation decision-making, a critical component of illuminating the often-concealed “biopolitics of conservation” that directly affect the protection of wildlife and landscape around the world.
Í þessari ritgerð er fjallað um tengsl menningarbundinna gilda og ákvarðana um náttúruvernd. Horft er sérstaklega til stöðu álftarinnar (Cygnus cygnus) á Íslandi. Árekstrar milli bænda og álfta hafa vakið upp umræðu um hvernig ná megi jafnvægi í tegundavernd milli nytjasjónarmiða og sjónræns gildis eða annarra gilda sem tengjast skynhrifum. Rannsóknin miðar að því að svara eftirfarandi spurningum: (1) Hverjar eru hugmyndir fólks um fegurðargildi, táknrænt gildi og tilfinningalegt gildi álftarinnar á Íslandi, með tilliti til friðunar hennar og fjölgunar í stofninum? (2) Að hve miklu leyti eru álftir álitnar virkir gerendur í umhverfi sínu? (3) Hvernig speglast þessar hugmyndir í árekstrum þeim sem orðið hafa milli bænda og álfta, sem og í víðara samhengi samfélags og náttúruverndar? Svara við spurningunum er leitað með greiningu eigindlegra gagna, sem fengin eru úr viðtölum við bændur, áhugafólk um villt dýr og aðila sem koma að stefnumótun. Rannsóknin leiddi í fyrsta lagi í ljós mikla breidd í hugmyndum viðmælenda um menningarlegt gildi álfta. Þetta gildi er ýmist álitið fastbundið eða háð aðstæðum, eftir því hvaða hópur á í hlut. Í öðru lagi virðist viðhorf viðmælenda til gerendahæfni álftarinnar tengjast því að hún sé nú álitin plága í sveitum landsins. Að lokum undirstrikar rannsóknin þá staðreynd að stjórn tegunda sem taldar eru til ama er ætíð flókin siðferðilega og krefst umræðu meðal almennings. Þetta tiltekna dæmi eykur skilning á því hvernig menningarleg viðhorf til dýra fá hljómgrunn þegar ákvarðanir um verndun eru teknar. Þetta er afar mikilvægt til að varpa ljósi á pólitískar forsendur og ferli í náttúruvernd, sem oft eru undir yfirborðinu, en sem hafa bein áhrif á verndun villtra dýra og landslags um heim allan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SLJ Thesis Final.pdf | 4.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
SLJ declaration of access.pdf | 469.62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |