is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30466

Titill: 
  • Samsláttur áfallastreituröskunar við áfengis- og vímuefnavanda: Áföll, áfallastreituröskun og þjónustunýting meðal skjólstæðinga SÁÁ
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áfallastreituröskun (ÁSR) er algengari hjá þeim sem eru með fíknisjúkdóm heldur en í almennu þýði. Rannsóknir benda til þess að þessi samsláttur fíknivanda við ÁSR geti meðal annars haft neikvæð áhrif á meðferðarárangur fíknisjúkdómsins. Það hefur því klínískt gildi að meta tíðni áfallastreitueinkenna og eðli þeirra meðal skjólstæðinga SÁÁ, auk þess sem rannsóknir á geðrænni stöðu þessa sjúklingahóps eru fáar hér á landi. Að auki var markmið rannsóknar að skoða tengsl ÁSR og nýtingu á meðferðarúrræðum.
    Greind voru gögn úr rannsókninni Áföll og heilbrigðisþjónusta. Þátttakendur voru 67 skjólstæðingar SÁÁ, sem voru inniliggjandi á meðferðarheimilinu Vík og sjúkrahúsinu Vogi. Þátttakendur voru á aldrinum 19-65 ára og meðalaldur var 36. Þátttakendur svöruðu spurningum um bakgrunn, drykkjumagn og áfallamiðaða þjónustunýtingu, ásamt því að svara spurningalistunum ACE-IQ, LEC-5, PCL-5, CAGE og CAGE-AID.
    58,8% karla og 75,0% kvenna náðu skimunarmörkum fyrir ÁSR. Veik fylgni var milli áfalla og ÁSR einkenna. Marktækur munur á áfallafjölda um ævina fannst milli þeirra sem skimuðust með ÁSR og þeirra sem voru undir skimunarmörkum, en enginn munur fannst fyrir áföll í æsku. Engin fylgni fannst milli fjölda drykkja og ÁSR einkenna. Ekki var marktækur munur á fjölda drykkja, áfengis- né vímuefnavanda hjá þeim sem skimuðust með ÁSR og þeim sem náðu ekki skimunarmörkum. 23% þeirra sem náðu skimunarmörkum og höfðu rætt áfallið við fagaðila hafði verið boðin tilvísun til að vinna með áfallið. 26% þeirra sem voru yfir skimunarmörkum sögðust hafa fengið meðferð við ÁSR, en í raun var ekki alltaf um áfallamiðaða meðferð að ræða.

Samþykkt: 
  • 28.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápan - Sálfræðideild - Júlíana Garðarsdóttir.pdf912.68 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
MS ritgerð í klínískri sálfræði - Júlíana Garðarsdóttir.pdf599.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16_Útfyllt.pdf21.83 kBLokaðurPDF