is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30467

Titill: 
  • Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarfærni 7 ára drengs með athyglisbrest með ofvirkni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lestur er gríðarlega mikilvægur og er grundvöllur allrar menntunar. Því er mikilvægt að ýta undir lestrarfærni barna snemma á ævinni með árangursríkri lestrarkennslu. Stýrð kennsla (e. Direct Instruction) er raunprófuð kennsluaðferð sem byggir á störfum Siegfried Engelmann og hefur reynst árangursrík við að kenna lestur. Aðferðin byggir á notkun nákvæms handrits sem er byggt upp svo einstaklingur nái tökum á grunnfærni áður en flóknara efni er kennt. Áhersla er lögð á að hrósa fyrir rétt svör og leiðrétta röng, tafarlaust og á skýran hátt. Fimiþjálfun (e. precicion teaching) er önnur raunprófuð kennsluaðferð sem hefur það markmið að auka fimi (e. fluency), sem vísar í hraða, örugga og villulausa svörun. Fylgst er með árangri að settu markmiði, með daglegri skráningu frammistöðu á hröðunarkort, svo hægt sé að breyta kennsluháttum strax ef þörf er á. Aðferðirnar eru oft notaðar saman og hafa reynst árangursríkar við að bæta lestrarfærni barna. Þessar aðferðir mynda saman ágæta heild, þar sem stýrð kennsla er notuð til að kenna færni en fimiþjálfun til að auka fimi og mæla framfarir. Markmið rannsóknarinnar var að nota stýrða kennslu og fimiþjálfun til að auka lestrarfærni barns sem hefur verið greint með athyglisbrest með ofvirkni (AMO), þar sem kenndir eru grunnþættir lestrar, líkt og hljóðun einstakra stafa og einfaldra orða. Niðurstöður sýndu fram á árangur þessara kennsluaðferða í að auka lestrarfærni og fimi þátttakanda í öllum þáttum sem metnir voru, og styðja því notkun stýrðrar kennslu og fimiþjálfunar í íslensku skólakerfi og með börnum sem greind eru með AMO.

Samþykkt: 
  • 28.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arndís Sverrisdóttir o.fl..pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf295.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF