is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3047

Titill: 
 • Nytsemisprófanir í höndum notenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er lýst nýrri aðferð til þess að finna og greina nytsemisvillur. Til eru fjölmargar aðferðir sem notaðar hafa verið í því markmiði. Flestar eru þó kostnaðarsamar og geta verið tíma- og mannaflsfrekar.

  Aðferðin sem lýst er byggir á að láta notendur sjálfa finna og greina eigin nytsemisvillur, í stað þess að sérfræðingur greini villurnar með því fylgjast með notandanum. Notendur prófa hugbúnaðinn og skrá niður þær villur sem þeir lenda í og stinga upp á leið til úrbóta. Rannsóknir hafa sýnt að sá þáttur er einn þeirra sem skiptir forritara hvað mestu máli þegar þeir ákveða að laga nytsemisvillur.

  Framkvæmd var rannsókn með 223 notendum. Hver notandi fékk 1 eða 8 verkefni til að leysa úr á tilteknu viðmóti. Notendur slógu inn í þar til gert eyðublað, villur sem þeir lentu í, ásamt tillögu sína að lausn þeirra. Gögn frá notendum voru í kjölfarið greind á eftirfarandi hátt: Sérhver villulýsing hvers notanda fékk einkunn eftir því hversu góð hún var. Útbúinn var heildstæður villulisti með því að fara í gegnum allar lýsingarnar, frá hinni bestu til þeirrar verstu.
  Niðurstöður benda til þess að notendur geti vissulega fundið villur upp á eigin spýtur og stungið upp á lausn til úrbóta. Ekki fundust neinar vísbendingar um hvers konar notendur hafi betri hæfileika en aðrir til að finna og greina villur. Hins vegar er einn af styrkleikum aðferðarinnar sá að auðvelt er að fá fleiri þátttakendur með í rannsókn án þess að það auki mjög á kostnaðinn.

Styrktaraðili: 
 • Rannís
Samþykkt: 
 • 15.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3047


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Trausti_final_fixed.pdf3.15 MBLokaðurHeildartextiPDF