is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30470

Titill: 
  • Titill er á ensku Ebola representations in media and other public domains in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku hlaut töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þrátt fyrir að litla Ísland sé staðsett langt frá upptökum faraldursins, var hann títt umræddur á veraldarvefnum. Á Landspítalanum voru gerðar veigamiklar varúðarráðstafanir ef ske kynni að einstaklingur smitaður af Ebólu kæmi til landsins. Í þessari meistararitgerð voru textar og myndir sem tengdust atburðunum í Vestur-Afríku greindir með aðferðum orðræðugreiningar í þeim tilgangi að bera kennsl á helstu áhrifavalda á Íslandi sem stýrðu orðræðunni á meðan faraldurinn geisaði á árunum 2013-2016. Niðurstöðurnar benda til þess að fjögur mismunandi þemu eða orðrómar hafi einkennt orðræðuna. Þessi þemu voru ótti, reiði, skynsemisraddir og samsæriskenningar. Helstu áhrifavaldarnir voru fólkið sem tjáðu skoðanir sínar í athugasemdakerfum netmiðlanna, fjölmiðlafólkið sem skrifaði fréttir um atburðina í Vestur-Afríku, heilbrigðisstarfsfólkið sem gaf viðtöl sem og ýmsir einstaklingar sem tóku þátt í umræðum á umræðuvefjunum bland.is, vaktin.is og malefnin.com, sem eru vel þekktir á Íslandi. Niðurstöðurnar eru ræddar í samhengi við sambærilegar rannsóknir erlendis frá og út frá kenningum um Austurlandafræði, framandleika annarra og kerfislægt ofbeldi. Niðurstöður þessarar rannsóknar gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum og öðrum í undirbúningi fyrir aðrar heilbrigðisógnir í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The Ebola epidemic in West Africa was vastly covered in Icelandic news and on social media. Even on Iceland being a small island, which is located far from the catastrophic events, it was a huge topic in the online community. The National University Hospital of Iceland went through extensive preparations to take care of an Ebola patient in the unlikely event that one would enter the country. In this thesis a discourse analysis was applied to texts and images gathered from various online sources to uncover the key opinion makers in Iceland during the time of the Ebola outbreak in West Africa 2013-2016. The results indicate that four different themes or rumors were circling in the online community. These main themes were fear, anger, voices of reason and conspiracy theories. The most influential opinion makers were those commenting on news articles in the comments sections, reporters covering news of the outbreak in West Africa, health care professionals that were interviewed by newspapers, as well as random individuals engaging in conversation on Bland, Vaktin and Málefnin, well-known online discussion forums in Iceland. The findings are evaluated and discussed in relation to similar studies from abroad and from the point of view of theories, such as orientalism, othering and structural violence. The results of this research have the potential to inform health authorities and others in preparation for other global health threats in the future.

Samþykkt: 
  • 28.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-MA-2018.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman-rarfræn-skil_2018.jpg46.48 kBLokaðurYfirlýsingJPG