is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30471

Titill: 
 • Komur 4-18 ára barna á Landspítalann á árunum 2012-2017 vegna höfuðáverka – lýsandi rannsókn á algengi, orsökum og afleiðingum.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Höfuðáverkar eru algengir meðal barna og unglinga en eru flestir ekki af alvarlegum toga. Algengi höfuðáverka er mismunandi milli landa. Flestir höfuðáverkar eru af völdum höfuðhöggs sem atvikast á ýmsa vegu. Algengast er að um höfuðhögg í kjölfar falls sé að ræða. Með sumum höfuðáverkum verða einnig áverkar á heila. Algengasta tegund heilaáverka er heilahristingur sem telst vera mildur áverki. Heilaáverkar eru aðal dánarorsök og orsök fötlunar barna og unglinga. Börn geta fundið fyrir bæði líkamlegum og andlegum einkennum í kjölfar höfuðáverka. Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi og nýgengi koma 4-18 ára barna á Landspítala Háskólasjúkrahús á árunum 2012-2017 vegna áverka á höfði.
  Rannsóknin var afturskyggn sjúkraskrárrannsókn. Gögnum var aflað úr sjúkraskrám Landspítala Háskólasjúkrahús. Leitað var eftir innlögnum og komum á bráðamóttökur Landspítala með ICD10 greiningar sem samrýmdust höfuðáverka. Upplýsingar voru fengnar um kyn, aldur og póstnúmer barnanna auk dagsetningar og tíma. Orsök áverkanna og alvarleikstig samkvæmt ISS voru fengin úr NOMESKO skráningu Landspítalans.
  Á rannsóknartímabilinu leituðu 8461 börn 4-18 ára alls 10.015 sinnum á Landspítala Háskólasjúkrahús vegna höfuðáverka. Drengir hlutu hlutfallslega fleiri höfuðáverka á rannsóknartímabilinu (62,4%). Flestar komur á Landspítala voru hjá fjögurra og fimm ára börnum (27,8%). Flest börn áttu lögheimili í Reykjavík (92,5%). Það var marktæk línuleg lækkun á nýgengi höfuðáverka. Flest börn hlutu höfuðáverka vegna falls (39,9%). Meirihluti barnanna fengu mjúkpartaáverka (65,7%). Af þeim börnum sem þurftu á innlögn að halda voru flest greind með heilahristing (98%). Nær helmingur barnanna hlutu lítinn áverka. Fá tilfelli þurftu innlögn á spítala, eða samtals 146 tilfelli. Meirihluti barna lögðust inn á Barnadeild hb-22E (60,3%).
  Hjúkrunarfræðingar eru í mörgum tilfellum fyrstu meðferðaraðilar sem annast börn með höfuðáverka. Þeir eru í lykilstöðu til að veita þeim fyrstu meðferð og eftirlit. Eftirfylgni er mikilvæg hjá þessum börnum og eru hjúkrunarfræðingar í kjörstöðu til að veita þessum börnum og fjölskyldum viðeigandi eftirfylgni, ráðgjöf og stuðning.

 • Útdráttur er á ensku

  Head trauma is common among children and adolescents. Most cases are not considered to be severe. Head trauma is caused primarily by blunt force to the head that can occur in a variety of ways, leading to injury to the brain. Concussions are the most common type of brain injury and are in most cases treated as a mild injury. Brain injuries are the main cause of death and disability in children and adolescents. The prevalence of head trauma in children up to the age of 18 varies across countries. Falling is the main cause of head injury in children, and children may experience both physical and mental symptoms as a result.
  The purpose of this study is to map out the frequency and conditions of children that visited Landspitali University Hospital (LUH) due to head trauma. The objective was to examine data on the cause, arrivals and admissions in children between the age of four and 18 years from 2012-2017. Data was obtained via LUH medical records with permission of the ethics committee and the CEO of medicine. Collection of data took place through foreign databases and books.
  The study done was a retrospective medical record study. Information was obtained on gender, age, zip code, date and time of arrival as well as who patients arrived with and how. Information on the cause, severity and admissions was also obtained. 8461 children between the age of four and 18 visited LUH with 10.015 visitations in total.
  The main findings of this study were that boys suffered a higher ratio of head injury during the study period (62,4%). A majority of the children who visited LUH were between the ages of four and five (27,8%), most holding legal residence in Reykjavik (92,5%). Over all, there is a significant linear decrease in head injury incidences, with a large numer of children suffering a head injury due to a fall (39,9%). The greater number of children received a soft tissue injury (65,7%). Out of the children who needed admission, most of them were diagnosed with a concussion (98%). Nearly half of the children suffered a minimal injury. Few cases needed hospital admission, or only 146 cases. The majority of children were admitted to the pediatric ward in LUH (60,3%).
  In many cases nurses are the first providers for treatment in children with a head injury. Nurses are in a key position to provide initial treatment and supervision. Follow-up is important and nurses are in a prime position to provide proper follow-up care, counseling and support to these children and their families.

Samþykkt: 
 • 28.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_Höfuðáverkar.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf64.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF