Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30475
Fyrir fimm til sex þúsund árum hófu jöklar að vaxa á ný á Íslandi sem náðu síðan hámarki stærðar sinnar á Litlu Ísöld. Gera má ráð fyrir að jöklar þessir, sem hafa verið að hopa, haldi því áfram í fyrirsjáanlegri framtíð. Þegar rúmmál jökla minnkar þá léttist álag á jarskorpuna og hún rís því í leit að nýrri jafnvægisstöðu.
Með því að nota GPS landmælingar er hægt að mæla lárétta og lóðrétta þætti þessara hreyfinga. Í ritgerðinni verða hlutföll þessara lóðréttu og láréttu hraðabreytinga skoðuð til þess að rannsaka hvort að hraðabreytingar síðustu áratuga séu aðallega vegna breytinga í fargi jökla eða hvort aðrir þættir kunni að hafa áhrif. Niðurstöður benda til að hraðabreytingar hafa ekki alfarið stjórnast af breytingum í fargi jökla heldur koma einnig aðrir þættir við sögu svo sem kvikuhreyfingar.
Five to six thousand years ago glaciers started to grow again in Iceland and they reached their maximum size during the Little Ice Age. It can be assumed that these glaciers, which have been retreating since the LIA, will continue to do so in the foreseeable future. As the glacier ice volume decreases, the load on the crust also lightens and the crust rises in search of a new equilibrium position. By using GPS geodetic surveying it is possible to measure the horizontal and vertical elements of these movements. In this thesis we will look at the ratios of horizontal and vertical rate changes to determine whether rate changes in the last decades are mainly due to changes in glacial load or if any other processes may have an effect. Results indicate that rate changes are not entirely governed by changes in glacial load but also include other factors, such as magma movements.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BSLokaverkefniSoleyReynisdottir.pdf | 68,32 MB | Open | Complete Text | View/Open | |
yfirlysingsoley.pdf | 425,62 kB | Locked | Yfirlýsing |