is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30476

Titill: 
  • „Hvað er ég núna?!“: Sjálfsmyndasköpun ungra Vestur-Íslendinga á 21. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um aldamótin 1900 urðu stærstu fólksflutningar sem getið er um í íslenskum sögubókum. Talið er að um 20 þúsund Íslendingar hafi siglt á brott í leit að betra lífi. Flestir settust að í Norður-Ameríku. Frá því að fólksflutningarnir stóðu hæst eru nú liðin rúm 100 ár og hefur margt breyst í samfélögunum sem þeir stofnuðu hinu megin við Atlantshafið. Víða í Kanada og Bandaríkjunum er fólk sem heldur íslenskum arfi sínum í heiðri og hefur það verið kallað Vestur-Íslendingar. Þrátt fyrir að liðin séu mörg ár og lítil endurnýjun hafi verið á þjóðarbrotinu þá eru þar yngri kynslóðir sem halda heiðrinum í sessi og passa vel að hefðir og siðir forfeðra þeirra falli ekki í gleymsku. Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur að baki verkefnum sem hafa það markmið að styrkja sambönd Íslands og Vesturheims. Verkefnin eru þrjú, það eru Snorraverkefnið (e. The Snorri Program), Snorri West og Snorri Plus.
    Í rannsókninni voru tekin viðtöl við sjö viðmælendur sem allir hafa verið þátttakendur í Snorraverkefninu. Þau dvöldust á Íslandi í sex vikur þar sem þau kynntust landi og þjóð með augum innfæddra. Flest segja þau að ferðalagið hafi breytt sýn sinni á Ísland og íslenskan menningararf. Það hjálpaði þeim einnig að tengjast betur íslenskri sjálfsmynd sinni og nú finnst þeim auðveldara að samsama sig Vestur-Íslendingum. Það er ákveðin framandgerving og tvíheimahugsun í orðum viðmælenda minna. Skoðað verður með hvaða hætti ólíkir þjóðernisbakgrunnar tvinnast saman og mynda eina etníska sjálfsmynd ungra Vestur-Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 28.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sandra Björg Ernudóttir 190494-2179.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Sandra Björg.pdf539.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF