en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3048

Title: 
  • is Samanburður á vöðvavirkni við spretthlaup hjá knattspyrnumönnum sem tognað hafa í aftanlærisvöðvum á 12 mánaða tímabili fyrir rannsókn og knattspyrnumönnum sem ekki hafa sögu um slíkar tognanir
Abstract: 
  • is

    Á síðustu 10-15 árum hafa aftanlæristognanir verið algengustu meiðslin í knattspyrnu karla. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna það hvort munur sé á tímasetningu hámarksvöðvasamdráttar aftanlærisvöðva miðað við hælstuð í hámarksspretti og hvort vöðvavinna aftanlærisvöðva breytist við þreytu. Þátttakendur voru 20 knattspyrnumenn í úrvals- og 1.deild karla. Í upphafi fengu þeir spurningalista þar sem spurt var um aldur, leikjafjölda og meiðslasögu. Þátttakendur í rannsóknarhópi höfðu sögu um aftanlæristognun í öðru læri á tímabilinu janúar-september 2008. Leikmenn í viðmiðunarhópi höfðu ekki sögu um aftanlæristognanir sl. 2 ár fyrir rannsókn. Þátttakendur hlupu 8x30 m spretti á hámarkshraða. Vöðvarafrit og háhraðamyndavél voru notuð til að safna gögnum til greiningar í tveimur sprettum í óþreyttu ástandi og tveimur í þreyttu ástandi. Tími var mældur í öllum sprettum. Niðurstöður voru ekki marktækar. Niðurstöður sýndu hvorki marktækar breytingar á milli rannsóknarhóps og viðmiðunarhóps né á milli fóta einstaklinga í rannsóknarhópi.

Accepted: 
  • Jun 15, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3048


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BS_EHP_fixed[1].pdf1.26 MBOpenHeildartextiPDFView/Open