is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30480

Titill: 
 • Þróun líkamlegrar hreyfingar grunnskólanema á Íslandi í 6., 8. og 10. bekk: Niðurstöður landskannana árin 2006 og 2014.
 • Titill er á ensku Development of physical activity among Icelandic students in 6th, 8th and 10th grade: Results from national school surveys in 2006 and 2014.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hreyfingarleysi er af mörgum talið vera mesta heilbrigðisvá samtímans, en hreyfingarleysi virðist vera að aukast meðal fullorðinna og er talið sérstaklega umfangsmikið hérlendis. Hreyfingarleysi eykur líkurnar á ýmsum sjúkdómum og frávikshegðun eins og offitu, hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, háþrýstingi, unglingadrykkju og ýmsum andlegum kvillum.
  Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort að hreyfing ungmenna í 6., 8. og 10. bekk grunnskóla hafi breyst á Íslandi á árunum 2006-2014. Rannsóknarspurningin var tvíþætt: Hvernig þróaðist hreyfing íslenskra barna og unglinga á árunum 2006-2014 og þróun hreyfingar eftir bakgrunnsbreytunum aldri, kyni, þjóðfélagsstöðu og þjóðernisuppruna.
  Verkefnið byggir á landskönnuninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem hefur verið lögð fyrir íslenska grunnskólanemendur síðan 1989, en notast verður við kannanirnar frá árunum 2006 og 2014 við vinnslu þessa verkefnis. Árið 2006 var úrtakið 11.827 börn og heimturnar voru 86%. Árið 2014 var úrtakið 11.019 börn og heimturnar voru 84%. Til að leggja mat á hreyfingu ungmennanna voru skoðaðar þrjár spurningar úr landskönnuninni en þær sneru að því hversu oft börnin höfðu stundað líkamlega hreyfingu í 60 mínútur eða meira daglega síðastliðna viku, hversu oft þau höfðu stundað hreyfingu í frítíma sínum þannig að þau mæddust mikið eða svitnuðu og hve oft þau æfðu eða kepptu með íþróttafélagi.
  Þeim ungmennum sem hreyfðu sig daglega í klukkustund og náðu þar með viðmiðum WHO fjölgaði hlutfallslega milli 2006-2014, en hlutfallið jókst úr 19,7% í 23,6%. Þó dró úr hreyfingu þar sem nemendur urðu móðir eða svitnuðu auk þess sem það fækkaði þeim sem iðkuðu íþróttir. Drengir náðu frekar viðmiðum WHO og stunduðu fremur íþróttir með íþróttafélagi en stelpur og jókst hópamunur milli ára. Drengir stunduðu einnig frekar áreynsluhreyfingu en stúlkur og þar minnkaði hópamunur milli ára. Nemendur í 6. bekk hreyfðu sig mest af nemendum þeirra bekkja sem skoðaðir voru og nemendur í 10. bekk minnst, þannig að það dró úr hreyfingu með hækkandi aldri. Þó er minni hópamunur milli aldursára árið 2014 en árið 2006 þar sem nemendur í eldri bekkjum eru farnir að hreyfa sig mun meira. Eftir því sem efnahagsstaða nemenda var sterkari hreyfðu þeir sig meira, en nemendur með lága efnahagsstöðu hreyfðu sig minnst og lang hæst hlutfall þeirra hreyfði sig einungis tvo daga í viku eða sjaldnar. Nemendur með háa efnahagsstöðu voru talsvert líklegri til að æfa íþróttir með íþróttafélagi en þeir sem höfðu lága efnahagsstöðu, eða 54,6% á móti 30,4%. Þessu var öfugt farið þegar hreyfing af áreynslu var skoðuð en þar höfðu nemendur með lága efnahagsstöðu vinninginn á meðan nemendur með háa efnahagsstöðu hreyfðu sig sjaldnast af ákefð. Munur á líkamlegri hreyfingu nemenda eftir uppruna jókst milli ára. Nemendur af erlendu bergi brotnu náðu síður ráðleggingum WHO og voru einnig líklegri til að hreyfa sig sjaldnar en tvisvar sinnum í viku en börn af íslenskum uppruna. Þeir voru hins vegar líklegri en nemendur af íslenskum uppruna til að hreyfa sig af ákefð, en munurinn milli erlendra nemenda og íslenskra hefur þó minnkað á árunum 2006-2014. Árið 2006 voru hlutfallslega fleiri nemendur af erlendum en innlendum uppruna að æfa íþróttir með íþróttafélögum, en það snerist við árið 2014.
  Áform stjórnvalda, sem fest voru í námskrá grunnskólanna árið 2011 um að auka hreyfingu barna, virðast vera að bera árangur þar sem hreyfing ungmenna hefur aukist þó ákefð hennar fari minnkandi. Stúlkur hafa að jafnaði minna sjálfstraust en drengir, hafa neikvæðari sjálfsímynd og hafa ekki jafn mikinn stuðning foreldra og gæti þetta haft áhrif á hópamun milli stúlkna og drengja þegar kemur að hreyfingu. Eftir því sem börn eldast fara áhrif vina að skipta meira máli þegar kemur að hreyfingu. Brotfall úr íþróttastarfi þegar börn eldast virðist tengjast aukinni áherslu á að skara fram úr og takmörkun á framboði hreyfingar. Kostnaður við íþróttastarf getur haft áhrif á það hverjir stunda íþróttir hérlendis þó að sveitarfélög bjóði mörg hver upp á íþrótta- og tómstundastyrki. Enn má sjá hópamun eftir efnahagsstöðu þegar kemur að íþróttum. Mögulegt er að vanþekking innflytjenda á íslensku kerfi og íþrótta- og tómstundastyrkjunum hamli því að erlend börn hreyfi sig jafn mikið og íslensk börn, auk þess sem rannsóknir gefa til kynna að vegna menningarmunar sé ekki lögð jafn mikil áhersla á hreyfingu á mörgum heimilum innflytjenda og hjá fólki af íslenskum uppruna.
  Lykilorð í þessu verkefni eru hreyfing, þróun hreyfingar yfir tímabil, börn og unglingar

 • Útdráttur er á ensku

  Sedentary behaviour is thought to be the biggest health concern of our time and is thought to be increasing amongst adults. Research has indicated that Icelandic adults spend more time in sedentary behaviours than adults elsewhere in Europe. Sedentary behaviour is a risk factor for many diseases and deviant behaviour such as obesity, cardiovascular diseases, diabetes, hypertension, underage drinking and a number of mental disorders.
  The goal of this essay was to see if physical activity had changed among Icelandic youth in 6th, 8th and 10th grade. The research question was twofold: what are the trends in physical activity amongs Icelandic youth in 2006-2014 and how do they differ by age, gender, socioeconomic status and immigration.
  Data derives from the Health Behaviour in School-aged Children survey that has been conducted in Icelandic schools since 1989. For the purpose of this essay the data from the 2006 (N=11,827) and 2014 (N=11,019) surveys were used. The response rate was 86% in 2006 and 84% in 2014. To assess physical activity three questions from the survey were used: how often children and adolescents were physically active for 60 minutes or more in the past week, how often they took part in strenuous activity outside of school hours and how often they competed or excercised in sport clubs.
  The proportion of youth and adolescents that excercised for an hour each day and therefore met the WHO criteria for excercise, increased from 19,7% to 23,6% between 2006-2014. Strenuous excercise seems to be dwindling however as well as excercise with sports clubs. More boys met the WHO criteria than girls and boys were also more likely to excercise with sports clubs. The difference between the groups grew between 2006 and 2014. Boys were furthermore more likely to excerise strenuously than girls but there was less of a difference between the groups in 2014 than in 2006. Pupils in the 6th grade were more physically active than those in the 10th grade so physical activity decreased with growing age. There was however less of a difference between the classes in 2014 than in 2006 as pupils in 10th grade were a lot more physically active in 2014 than they were in 2006. Students with higher socioeconomic status were more physically active than students with lower socioeconomic status. Students with lower socioeconomic status were more likely to take part in physical activity only for two or fewer days a week compared to students with higher socioeconomic status. Students with higher socioeconomic status were also more likely to participate in sports with sports clubs than those with lower socioeconic status (54,6% compared to 30,4%). However, students with low socioeconomic status participated more often in strenuous physical activity than their counterparts. The divide between students from an immigrant background compared to those born in Iceland seems to be growing. Migrant students were less likely to meet the WHO criteria and also more likely than native students to excercise fewer than two times a week. They were however more likely to exercise strenuously than Icelandic students but the difference between the two was smaller in 2014 than in 2006. In 2006 there were proportionally more migrant students that exercised with sports clubs than native students but in 2014 it was the exact opposite.
  In 2011 a new curriculum was put forward that was supposed to help increase physical activity among students. This seems to be working, as physical activity grew from 2006-2014 even though its strenuousness was less in 2014 than in 2006. Girls seem to be less confident than boys, have more negative thoughts towards themselves, and recieve less support from their family than boys, and this might, in part, explain why boys are more physically active than girls. Peers and their attitiude towards physical activity seems to have more effect on children as they grow older but adolescents also report that they stop participating in sports as they grow older because of the growing importance on achievement in sports and limited scope of sport activities. The cost of participating in sports seems to influence which children can take part even though many municipalities offer subsidies for participation in sports or other recreational activity. Immigrants‘ ignorance of the Icelandic system and the sports- and recreational subsidies could have an effect on why their children seem to excercise less than native children, although cultural differences could also be at play.
  The key words of this assignment are physical activity, trends of physical activity, children and adolescence.

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_throun_hreyfingar_pdf.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.33 MBLokaðurYfirlýsingPDF