is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30482

Titill: 
 • Vitund sjúklinga á eftirmeðferð og meðhöndlun lausra tanngerva
 • Titill er á ensku Patient awareness of post treatment and handling of dentures.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Megin tilgangur rannsóknarinnar var að skoða gæði og árangur upplýsingagjafar til þjónustuþega Tannlæknadeildar Háskóla Íslands (THÍ) með laus tanngervi og kanna hvort þátttakendur nýti sér þá þjónustu sem í boði er að meðferð lokinni svo sem fóðrun tanngerva.
  Aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar sem hlotið hafa meðferð hjá THÍ og fengið laus/t tanngervi. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð, gögnum var safnað með spurningalista sem lagður var fyrir þátttakendur símleiðis. Unnið var úr gögnum með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður: Heildarúrtak sjúklinga var (N=60) alls samþykktu 66,7% (n=40) þátttöku. þar af höfðu 55% fengið stálgrindaparta (n=22) og 45% heilgóma (n=18). Rúmlega helmingur (57,5%) þátttakenda voru karlar (n=23) og konur voru 42,5% (n=17). Helmingur heilgómasjúklinga var á aldrinum 70-79 ára (n=9) og algengast var að partasjúklingar væru á aldrinum 60-69 ára 45,5% (n=10). Helmingur partasjúklinga (n=11) og 44% heilgómasjúklinga (n=8) og fengu munnlega kennslu í umhirðu tanngerva sinna og meirihluti fékk engar upplýsingar um áætlaðan endingartíma tanngervis (Heilgóma: 77,8% (n=14); Parta: 77,3% (n=17)). Stærsti hluti sjúklinga vissi hvað fóðrun væri (Heilgóma: 88,9% (n=16); Parta: 63,6% (n=14)) af þeim sem það vissu var algengast var að þeir hefðu ekki fengið þær upplýsingar á deildinni (Heilgóma: 56,3% (n=9); Parta: 57,1% (n=8)). Flestir heilgómasjúklingar nota sápu við þrif á tanngervum sínum 55,6% (n=10) og algengast var að partasjúklingar noti tannkrem í sama tilgangi 59,1% (n=13). Meirihluti sjúklinga notar enn tanngervi sín (Heilgóma: 88,9% (n=16); Parta: 90,9% (n=20)) og finnst þau passa í dag (Heilgóma: 66,7% (n=12); Parta: 63,6% (n=14)). Fleiri partasjúklingar 59,1% (n=12) voru ósammála um að tími væri kominn á endurnýjun tanngervisins heldur en heilgómasjúklingar 50% (n=9).
  Ályktun: Nemendur THÍ eru að standa sig vel í að kenna þjónustuþegum sínum um umhirðu tanngerva. Bæta má upplýsingagjöf um endingartíma tanngerva og þá eftirfylgni sem er í boði á deildinni.
  Efnisorð: Tannsmíði, laus tanngervi, partar, heilgómar, tannheilbrigðisþjónusta.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The main purpose of the study is to observe the quality and success of information provided to patients treated with full denture (FD) and/or removable partial dentures (RPD) at the Faculty of Odontology (FO) at the University of Iceland, and to explore patients usage of available post procedure services such as relining the dentures.
  Methods: The participants had received treatment by dental students at the FO with CD or/and RPD. An invitation to participate was sent to the target population beforehand, followed by a phone call to get a sample to take part in the research. A quantitative research method was used and data collected with a questionnaire to explain results using descriptive statistic.
  Results: A total of 66,7% (n=40) of the target population (N=60) took part in the research; a total of 55% were RPD patients (n=22) and 45% were CD patients (n=18). Total of 57,5% (n=23) men and 42,5% (n=17) women. Half (n=9) of the CD patients belonged to the age group of 70-79 years old and 60-69 years old was the most common age group among RPD patients 45,5% (n=10). Nearly half of CD 44,4% (n=8) patients and half of RPD patients (n=11) had received verbal instructions on how to maintain their dentures. A majority of both groups (CD: 77,8% (n=14); RPD: 77,3% (n=17)) received no information about the estimated service life of their dentures. Total of (CD: 88,9% (n=16); PRD: 63,6% (n=14)) had knowledge of the service of relining the dentures, but a majority of those who knew (CD: 56,3% (n=9); RPD: 57,1% (n=8)) had not received the information during their treatment at the FO. Most CD patients used soap to clean their dentures or 55,6% (n=10) while RPD patients used toothpaste for the same purpose 59,1% (n=13). By far most of the patients still use their dentures today or (CD: 88,9% (n=16); RPD: 90,9% (n=20)) and most feel that their dentures still fit (CD: 66,7% (n=12); RPD: 63,6% (n=14)). More RPD patients 59,1% (n=12) disagreed on the need to renew the dentures compared to the CD patients 50% (n=9).
  Conclusion: The dental students at the FO do well at informing and teaching their patients maintenance of the dentures, but could improve informing them about the service life of CD/RPD and the available post treatment services.
  Key words Dental technology, complete dentures, Removable partial dentures, and dental treatment. 

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vitund sjúklinga á eftirmeðferð og meðhöndlun tanngerva.pdf589.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf363.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF