is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30484

Titill: 
 • Barneignir og svefnleysi: Áhrif á andlega líðan og þróun tengsla
 • Titill er á ensku Childbirth and sleep deprivation: Effects on mental health and mother-infant attachment
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrstu mánuðirnir eftir fæðingu barns geta verið krefjandi fyrir nýbakaðar mæður. Ungbarn þarf umönnun á nokkurra klukkustunda fresti allan sólarhringinn, sem leiðir til þess að mæður ná ekki nema tveggja til fimm klukkustunda samfelldum svefni. Svefnleysið sem fylgir barneignum getur reynt verulega á andlega heilsu móður auk þess sem vitsmunaleg virkni hennar skerðist.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var annars vegar að skoða áhrif svefnleysis á andlega heilsu móður og hins vegar áhrif svefnleysis á tengslamyndun móður og barns. Auk þess vildu höfundar skoða hvaða úrræði stæðu til boða fyrir svefnlausar mæður. Heimilda var aflað í gegnum gagnasöfnin PubMed, EBSCOhost, Scopus, Cinahl og Google Scholar, ásamt fræðibókum, á tímabilinu október 2017 til maí 2018.
  Helstu niðurstöður samantektarinnar sýndu fram á neikvæð áhrif svefnleysis bæði á andlega heilsu móður og tengslamyndun móður og barns. Mæður sem þjáðust af svefnleysi voru líklegri til að þróa með sér fæðingarþunglyndi og í kjölfarið mynda verri tengsl við barnið. Þunglyndar mæður voru síður vakandi fyrir þörfum nýburans og brugðust hægar við sem kom niður á tengslum á milli móður og barns. Svefnlausar mæður voru einnig líklegri til að þróa verri tengsl við barnið þrátt fyrir að breytan um fæðingarþunglyndi væri tekin út. Það er því ljóst að svefnleysi eitt og sér getur haft veruleg áhrif á velferð bæði móður og barns.
  Það er mat höfunda að markviss skimun fyrir svefnleysi á meðgöngu og eftir barnsburð gæti skilað góðum árangri til bættrar heilsu. Mikilvægt er að skima fyrir fæðingarþunglyndi, sem er nú þegar gert níu vikum eftir fæðingu og bregðast við niðurstöðum á viðeigandi hátt. Auk þess gæti almenn fræðsla um svefn og svefnvenjur til verðandi og/eða nýbakaðra foreldra skilað góðum árangri.
  Lykilorð: Svefnleysi, andleg heilsa, fæðingarþunglyndi, tengsl, tengslamyndun móður og barns, úrræði og hlutverk hjúkrunarfræðinga.

 • Útdráttur er á ensku

  The first few months after a birth of a child can be challenging for new mothers. An infant needs to be taken care of every few hours, 24 hours of the day, which leads to the mother not being able to get more than 2-5 hours of continuous sleep. The sleep deprivation that comes with having a child can be very challenging on the mothers’ mental health, as well as impairing her cognitive function.
  The purpose of this systematic review was on one hand to examine the effects of sleep deprivation on the mental health of mothers and on the other hand to examine the effects of sleep deprivation on mother-infant attachment. In addition, the authors wanted to examine resources available for sleep deprivated mothers. Data and reference search was conducted through the databases PubMed, EBSCOhost, Scopus, Cinahl and Google Scholar, as well as academic books, during the period of October 2017 to May 2018.
  The main findings of this review showed that sleep deprivation had a negative impact on the mental health of mothers as well as the mother-infant attachment. Mothers who suffered from sleep deprivation were more likely to develop postpartum depression, which resulted in insufficient mother-infant attachment. Depressed mothers were less alert and responded slower to the needs of the infant which affected the mother-infant attachment in a negative way. Mothers who suffered from sleep deprivation were also more likely to develop insufficient mother-infant attachment even though postpartum depression was not present. It is therefore clear that sleep deprivation can have a significant impact on the wellbeing of both mother and the child.
  It is the authors opinion that screening for sleep deprivation during pregnancy and postpartum could have a positive impact on the mother's health. It is important to screen for postpartum depression, which is already done nine weeks postpartum, and to respond according to the results. In addition, general instructions about sleep and sleep habits for expecting and/or new parents could have a positive affect.
  Keywords: Sleep deprivation, mental health, postpartum depression, attachment, mother-infant attachment, resources, nursing

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Barneignir og svefnleysi. Áhrif á andlega líðan og þróun tengsla.pdf603.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-KBR&VG.pdf87.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF