is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30486

Titill: 
 • Þróun hlaupabólubólusetninga frá 2007 til 2017: Þekking, viðhorf og verklag heilsugæsluhjúkrunarfræðinga.
 • Titill er á ensku Development of varicella vaccination in Iceland from 2007 to 2017: Knowledge, attitude and work procedure amongst community health nurses.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hlaupabóla er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem yfir 90% einstaklinga smitast af. Bóluefni veitir vernd gegn hlaupabólu, minnkar líkur á alvarlegum fylgikvillum og smit á milli manna. Á Íslandi var byrjað að bólusetja gegn hlaupabólu með bóluefninu Varilrix árið 1995 en árið 2012 var mælt með að bólusetja með tveimur skömmtum fyrir betri langtímavirkni.
  Tilgangur: Að skoða algengi ónæmisaðgerða með bóluefninu Varilrix gegn hlaupabólu hér á landi frá árunum 2007 til 2017 með tilliti til tíðni, aldursdreifingar og fjölda skammta. Auk þess var þekking, viðhorf og verklag hjá öllum heilsugæsluhjúkrunarfræðingum heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) könnuð.
  Aðferðir: Rannsóknin var megindleg lýsandi rannsókn. Í fyrri hluta var unnið með gögn úr bólusetningagrunni Embætti landlæknis frá árunum 2007 til 2017. Þýðið (N=3993) var þeir sem bólusettir voru með hlaupabóluefninu Varilrix á tímabilinu. Seinni hlutinn var þversniðsrannsókn þar sem spurningalisti var sendur rafrænt til 174 heilsugsæsluhjúkrunarfræðinga HH starfandi í klíník. 88 hjúkrunarfræðingar svöruðu sem gerir 50,6% svarhlutfall.
  Niðurstöður: Mikil fjölgun hefur orðið síðustu tíu ár í bólusetningum með bóluefninu Varilrix. Árið 2007 voru einungis 36 bólusettir hér á landi með fyrsta skammti en árið 2017 voru þeir orðnir 1228 talsins. Algengast var að börn yngri en 5 ára væru bólusett (83,52%). Niðurstöður sýndu að 10,5% (n=9) hjúkrunarfræðinga kynna hlaupabólubólusetninguna alltaf eða oft að fyrra bragði fyrir skjólstæðingum sínum. Þrátt fyrir það eru 60,7% heilsugæsluhjúkrunarfræðinga mjög/fremur hlynntir því að hlaupabólubólusetning verði hluti af almennum bólusetningum barna.
  Ályktun: Þrátt fyrir að meirihluti hjúkrunarfræðinga sé hlynntir því að hlaupabólubólusetning verði hluti af almennum bólusetningum barna eru einungis 10,5% sem kynna hana oft fyrir skjólstæðingum sínum að fyrra bragði. Vegna þessa og fjölgunar á bólusettum einstaklingum gegn hlaupabólu er skýrt að verklag vantar á heilsugæslustöðvarnar svo samræmi sé milli starfa hjúkrunarfræðinga.
  Lykilorð: Hlaupabóla, bólusetning, bóluefni, ristill, hjúkrun, viðhorf, verklag og þekking.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Chickenpox (varicella) is a highly contagious viral infection, it is thought that over 90% of all people will become infected. The varicella vaccine provides protection from chickenpox, reduces the likelihood of serious complications and reduces the number of infections between people. In Iceland, one dose of varicella vaccine has been available from 1995 but in 2012 it was recommended to vaccinate with two doses for better long-term efficiency.
  Aims: To examine the prevalence of varicella vaccination in Iceland from 2007 to 2017 in terms of frequency, age distribution and number of doses. In addition, to examine knowledge, attitudes and work procedures amongst all community health nurses at health clinics in the capital area of Iceland.

  Methods: This was a quantitative descriptive research. In the first part of the research, data were collected from the Directorate of Health’s vaccination database from 2007 to 2017. The population (N=3993) were those who were vaccinated with Varilrix in that period of time. The second part consisted of cross-sectional research where data were collected with a questionnaire, which was sent to 174 community health nurses working in clinics at that time (HH). The total response rate was 50,6% (n=88).
  Results: In the past 10 years varicella vaccination with Varilrix has increased in Iceland. In 2007 only 36 individuals were vaccinated with the first dose but in 2017 this had increased to 1228 individuals. It was most common that children under 5 years old were vaccinated (83,52%). The results show that 10,5% (n=9) of the community health nurses introduce varicella vaccination always or often proactively to clients. Despite that, 60,7% of the community health nurses greatly/somewhat supported that varicella vaccination should be included in the recommended immunization schedule for children.
  Conclusion: Though the majority of the community health nurses supported that varicella vaccination should be included in the recommended immunization schedule for children, only 10,5% proactively introduce the vaccination to clients. Because of that and the increased numbers of individuals vaccinated against varicella, it is clear that a work procedure is needed in Iceland’s health clinics.
  Key words: Varicella, chickenpox, vaccine, Varilrix, Varivax, herpes zoster, shingles, nursing, attitude, work procedure, knowledge.

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun hlaupabólubólusetninga frá 2007 til 2017, Þekking, viðhorf og verklag heilsugæsluhjúkrunarfræðinga..pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð verkefnis.pdf1.79 MBLokaðurYfirlýsingPDF