is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3049

Titill: 
  • Utanríkisstefna Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi eftir kalda stríðið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Miðpunktur þessarar ritgerðar er utanríkisstefna Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi eftir kalda stríðið. Rauði þráðurinn í ritgerðinni er sá að einstaklingar taka stefnumótandi ákvarðanir en ekki ríki. Í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi á tímabilinu 1991 til 2009 voru örfáir einstaklingar sem réðu þar ferðinni. Skipulag alþjóðakerfisins, kjósendur, þingmenn, hagsmunasamtök eða önnur öfl höfðu lítil áhrif (þó einhver) á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Stefnumótendur framkvæmdavaldsins mótuðu stefnuna út frá hugmyndum þeirra um það hvernig alþjóðasamfélagið ætti að vera og hvert hlutverk Bandaríkjanna og Rússlands ætti að vera í því. Bush feðgarnir voru raunsæismenn og skiptu sér lítið af innanríkismálum Rússlands. Þeir héldu báðir persónulegum tengslum við leiðtoga Rússlands. Bill Clinton var hugsjónamaður sem vildi skipta sér meira af Rússlandi og Austur-Evrópu. Hann vildi ekki sitja og horfa á Rússland eyðileggjast innan frá. Barack Obama er einnig hugsjónamaður en lítið hefur reynt á samskipti hans við Rússland. Obama hefur sýnt vilja til þess að hægja á stækkunarferli NATO og eldflaugavörnum í Austur-Evrópu. Tíminn mun leiða það í ljós hvort Obama fer sömu leið og hinir þrír: byrjar ferilinn á góðum samskiptum við Rússland en lýkur honum á slæmum samskiptum við Rússland.

Samþykkt: 
  • 15.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3049


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1606842599_fixed.pdf386.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna