is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30490

Titill: 
 • Opin áreitipróf vegna gruns um sýklalyfjaofnæmi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Algengt er að börn séu talin hafa ofnæmi fyrir sýklalyfjum. Þau einkenni sem vakið geta þann grun gætu hafa orsakast af undirliggjandi veikindum eða milliverkun milli sýklalyfsins og meinvaldsins. Sjúklingar með meint sýklalyfjaofnæmi fá gjarnan meðferð með breiðvirkari sýklalyfjum, sem geta verið dýrari, haft alvarlegri aukaverkanir og stuðlað að þróun fjölónæmra baktería. Af þeim ástæðum er mikilvægt að sannreyna fyrst með prófi hvort um eiginlegt ofnæmi sé að ræða. Markmið þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að skoða hve stórt hlutfall barna sem grunuð voru um sýklalyfjaofnæmi sýndu bráða svörun í áreitiprófi, og í öðru lagi að skoða hvort þau börn sem sýndu viðbrögð við áreitiprófi hefðu sameiginlega áhættuþætti.
  Gögn um börn sem komið höfðu í áreitipróf vegna gruns um sýklalyfjaofnæmi árin 2007-2018 voru skoðuð með afturskyggnum hætti. Upplýsingar um niðurstöður áreitiprófa, upprunaleg ofnæmisviðbrögð og fyrra heilsufar voru sóttar úr sjúkraskrá Landspítalans. Einnig var farið í gegnum spurningalista sem foreldrar höfðu fyllt út fyrir fyrsta áreitipróf. Skoðuð voru tengsl milli annarrar ofnæmishneigðar og útkomu úr prófinu.
  Af 1440 börnum sem mættu í áreitipróf sýndu 92 jákvæða eða óljósa svörun (6,4%), bráða svörun í 9 tilvikum (9,8%) og síðbúna svörun í 83 tilvikum (90,2%). Af þeim sem sýndu jákvæða eða óljósa svörun mættu 64 börn í endurtekið áreitipróf til staðfestingar um ári síðar. Í endurteknu prófi sýndu 11 þeirra jákvæða eða óljósa svörun en ekkert barn sýndi bráða svörun. Bráðaofnæmi var því útilokað hjá öllum börnunum sem mættu í áreitiprófin. Engin tengsl voru milli annarrar ofnæmishneigðar og útkomu úr áreitiprófi.
  Í þessari rannsókn var bráðaofnæmi útilokað hjá öllum börnum sem mættu í prófin og því má álykta að raunverulegt IgE-miðlað bráðaofnæmi fyrir sýklalyfjum sé sjaldgæft. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir ef einungis er tekið tillit til fyrra áreitiprófs. Þessar niðurstöður sýna að mikilvægt getur verið að senda bæði börn og fullorðna í áreitipróf til að útiloka IgE-miðlað sýklalyfjaofnæmi og halda meðferðarmöguleikum opnum.

Samþykkt: 
 • 29.5.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Scan 28 May 2018 at 22.34.pdf581.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Opin áreitipróf vegna gruns um sýklalyfjaofnæmi.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna