is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30495

Titill: 
  • Áhrif orkuframleiðslu á landslag: Viðhorf almennings á Íslandi og í Bretlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Orkuframleiðsla er meðal helstu áhrifavalda landslagsbreytinga. Áhrif orkuframleiðslu á landslag eru mismunandi eftir eðli orkuframleiðslunnar, staðsetningu hennar innan landslagsins og eru ýmist tímabundnar eða varanlegar. Undanfarið hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum stuðlað að aukinni notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Aukin notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum hefur í för með sér landslagsbreytingar sem kalla fram mismunandi viðhorf og afstöðu meðal almennings. Margvísleg afstaða almennings skýrist af fjölbreyttum skoðunum sem mótast af efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum ferlum. Markmiðið með þessari rannsókn var að bera saman viðhorf almennings í Bretlandi og á Íslandi og greina hvort tengsl séu á milli þjóðernis, aldurs og kyns og viðhorfs til landslags þar sem ummerki orkuframleiðslu eru að finna. Rannsóknin byggist á megindlegri spurningakönnun sem lögð var fyrir Íslendinga og Breta. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að tengsl séu á milli þjóðernis, aldurs og viðhorfs til orkulandslags sem er í samræmi við fyrri rannsóknir um hvað mótar afstöðu almennings. Hins vegar voru ekki tengsl á milli kyns og viðhorfs, sem stangast á við aðrar rannsóknir sem sýnt hafa fram á ólík viðhorf kynjanna þegar kemur að afstöðu til endurnýjanlegra orkugjafa. Með rannsókninni var einnig gerð tilraun til að beita aðferðafræði sem þessari til að rannsaka ólík viðhorf og skoðanir mismunandi samfélagshópa. Auðvelt er að yfirfæra aðferðina með smávægilegum breytingum yfir á önnur svæði og niðurstöður eru skýrar og auðveldar í túlkun. Með því að styðjast einnig við eigindlegar aðferðir myndi skilningur þó dýpka á þeim fjölbreyttu ástæðum sem mynda skoðanir fólks.

  • Útdráttur er á ensku

    Energy production is one of the main drivers of landscape change. The effects of energy production on the landscape differ in character and placement on both temporal or permanent scales. In the past decades, new efforts to mitigate climate change have led to the promotion of renewable sources of energy. The increased use of renewable energy sources carries the potential for landscape change. This change can evoke a variety of responses from private and public actors. The diverse opinions that are generated by renewable energy development are a result of a diverse set of experiences that are shaped by economic, cultural and social processes. The aim of this research is to compare British and Icelandic opinion and analyse whether nationality, age and sex shape the public‘s response changes in landscapes from renewable energy development. The research is based on a quantitative questionnaire that was answered by participants in both Iceland and Britain. The result of this research suggests that nationality and age shape the public‘s opinion of changes to landscapes from renewable energy development. This finding is reflected in the outcome of previous research in the field. Our study suggests that sex does not shape the public‘s opinion, which conflicts with findings from previous research. Our study also experimented with the methodology used to explore the different attitudes and opinions of different social groups towards energy landscapes. The methodology is easily transferred onto different areas with minor adjustments with clear results and interpretation. Further study should investigate combining qualitative and quantitative methods in order to gain a deeper insight into the main drivers of different public opinions on renewable energy development.

Samþykkt: 
  • 29.5.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
áhrif orkuframleiðslu á landslag.pdf3.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-um-meðferð-verkefnis.pdf298.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF